Skírnir - 01.01.1982, Page 56
54
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
kirkju og konungs í Noregi árið 1202 jafngilti í raun vopnahléi
en eftir var að semja og væntu konungsmenn trúlega að finna
mætti leiðir til málamiðlunar. Krafa Guðmundar um dómsvald
minnir þegar allt kemur til alls á málamiðlun því að hann
krafðist aðeins dómsvalds í málum klerka, eins og Magnús Stef-
ánsson hefur nýlega bent á, en ekki í málum kirkna og kristin-
réttarsökum eins og fræðimenn töldu áður.6 Enn er þess að gæta
að framkvæmd dóma í slíkum málum í Noregi var í höndum
veraldlegra og þeir gátu þannig fengið hluta sekta. Islenskir
höfðingjar, veraldlegir, gátu vafalítið gert sér vonir um að ná
samkomulagi um þetta síðarnefnda atriði. Loks má hugsa sér
að þeir hafi viljað takmarka dómsvald biskups (kirkju) við æðsta
vígslustig, prest, enda ýmsir þeirra vígðir, einkum lægri gráðum.7
Árið 1253 samþykkti lögrétta á alþingi að guðslög skyldu ráða
þar sem þau greindi á við landslög. Ýmsir hafa líkt þessari sam-
þykkt við undur og býsn og sumir neitað að trúa en Jón Jóhann-
esson benti á að samþykktin hlaut aldrei fullt gildi, hún var lík-
lega aldrei neitt annað en „nýmæli" að mati Jóns, sett sem mála-
miðlun en skyldi hljóta gildi ef lögsögumaður segði hana upp
með öðrum lögum, þ. e. ef almenn samstaða næðist um hana.
Af því lrefur ekki orðið en samþykktin sýnir engu að síður að
kirkjan hfrfur verið í mikilli sókn. Við þykjumst vita að kirkjan
hafi verið í mikilli sókn í Noregi á fyrri hluta 13. aldar og hún
hafði fengið dómsvald í kristinréttarsökum viðurkennt eigi síðar
en um 1245.8
En hvað vitum við nánar um sókn kirkjunnar á íslandi og
hvernig að henni var staðið? Kirkjunnar menn sóttu á í kyrr-
þey en samt má sjá að meginviðfangsefnið hafi verið að ríkja
yfir sálunum og beygja óstýriláta undir agavald kirkjunnar. Með
þessu móti liugðust menn vafalaust greiða götu kirkjuvaldsstefn-
unnar.
Boðskapur kirkjunnar átti hljómgrunn á íslandi við lok 12.
aldar, jafnvel má tala um trúarvakningu. Helgi Þorláks komst
á árið 1198 á alþingi þrátt fyrir andstöðu við hann í lifanda lífi
og Gvendur prestur góði vígði björg og brunna og naut hylli
alþýðu. Hann réð miklu um það að tekin var upp helgi Jóns
Ögmundssonar.