Skírnir - 01.01.1982, Page 66
64
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
ungur vera æðri en biskup sem dómari en í lögum Magnúsar
lagabætis frá sjöunda tugnum er gert ráð fyrir jafnræði konungs
og biskups í meðferð kristinréttarmála. Gissur hreyfði andmæl-
um við kröfunni um ókvæni djákna en lét þó undan í því máli
enda mun hann hafa fylgt stefnu Hákonar gamla og Magnúsar
lagabætis að leita jafnan sátta við kirkjuna og eiga við hana
samstarf.32
Blaðran sprakk um 1270; grundvöllur samstarfs kirkju og kon-
ungs reyndist brostinn, erkibiskup féllst ekki á jafnræði í kristin-
réttarmálum en hinir veraldlegu sóttu í tekjulindir kirkjunnar.
Á íslandi varð forræði kirknafjár ágreiningsatriði eins og um
1180. En hversu leið þeim málum á íslandi á meðan konungur
og erkibiskup unnu saman? Mál Grenjaðarstaða, hins auðuga
kirkjustaðar, virðist geta veitt vísbendingu. Hákon konungur
veitti Finnbirni Helgasyni staðinn árið 1252 og gerði hann um-
boðsmann sinn. Árið 1261 sýndi hins vegar annar veraldarhöfð-
ingi, Ásgrímur Þorsteinsson, bréf sem hann hafði fengið hjá erki-
biskupi fyrir staðnum á Grenjaðarstöðum en þá var Finnbjörn
látinn. Ásgrímur hafði selt Gissuri jarli sjálfdæmi árið 1259, fór
síðan „út til páfa“ og kom aftur til íslands á skipi með konungs-
fulltrúa árið 1261. Þetta er vísbending um að konungur og erki-
biskup hefðu hugsanlega getað leyst staðamál með því að fá
helstu staði að léni þeim konunghollu höfðingjum sem reyndust
kirkjunni þóknanlegir.33
Á meðan samvinna ríkti með erkibiskupi og konungi og mál
skipuðust eins og lýst var með Grenjaðarstaði sáu ýmsir þeir
höfðingjar, sem tregir kunna að hafa verið að lúta kirkjuaga, sér
líklega hag í undirgefni við páfavald og hlýðni við erkibiskup.
Tíma undirgefni, sátta og málamiðlunar lauk hins vegar árið
1280, en það er önnur saga.
IV
Sennilega er álíka rangt að segja að veraldlegir höfðingjar hafi
verið harðir og óvægnir gegn kirkjuvaldsstefnu í upphafi 13.
aldar eins og segja að þeir liafi verið linir og sveigjanlegir á ár-
unum eftir 1280 gagnvart sömu stefnu. Menn nálgast frekar
sannleikann með að snúa þessu við. Á 13. öld, fram til 1280, var