Skírnir - 01.01.1982, Page 70
BERGSTEINN JÓNSSON
Skin og skuggar í skiptum
athafnamanns og listamanns
ÞEGARTryggvi Gunnarsson hafði tekið við forstöðu Gránufélags
og brugðið búi á Hallgilsstöðum um 1870 réðst fljótlega svo, að
hann tók sér búsetu með konu sinni og fósturdóttur í Kaup-
mannahöfn. Þar hafði hann síðan vetursetu allt til 1893, þegar
hann tók við Landsbankanum. í Kaupmannahöfn var mest af ís-
lenzku afurðunum selt, og þar var megnið af þeim útlenda varn-
ingi keypt, sem ár hvert var hafður á boðstólum í verzlunum fé-
lagsins á íslandi. Venjulega kom Tryggvi til Kaupmannahafnar
í nóvember, en fór aftur til íslands í maí, þegar lokið var af-
greiðslu vorskipa.
Þá fáu vetur sem þau hjón, Tryggvi og Halldóra Þorsteins-
dóttir, áttu saman í Kaupmannahöfn, virðast þau hafa eignazt
fremur fáa vini, en valda, enda háði heilsuleysi Halldóru mjög
síðustu æviárin.
Meðal þessara vina voru hjónin Benedikt og Ingigerður Grön-
dal, og virðast konurnar einkum hafa laðazt hvor að annarri.
Eftir á að hyggja áttu karlarnir fátt sameiginlegt, svo nauðaólík-
ir sem þeir voru í flestu tilliti.
Veturinn 1873—74 sá Tryggvi hjá Gröndal skrautskrifað og
myndskreytt „plakat“ til minningar um þúsund ára afmæli Is-
landsbyggðar, sem fór í hönd. Kveður Gröndal ætlun sína hafa
verið þá eina að gera dóttur sinni skemmtilegan grip í tannfé.
En Tryggva leizt skiliríið hið sélegasta og líklegt til að reynast
útgengileg markaðsvara, væri þannig til stofnað. Falaði hann
myndina til kaups, og Gröndal lét til leiðast, enda hefur honum
sjálfsagt þá eins og löngum fyrr og síðar komið vel að fá skild-
ingana fyrir vikið.
Líkast til hefur Tryggvi haft upplagið nokkuð stórt, því að