Skírnir - 01.01.1982, Page 71
SKÍRNIR
SKIN OG SKUGGAR
69
lengi vel var myndin fáanleg og virðist þó hafa selzt allvel. Má
geta þess, að fram eftir öllu pöntuðu vesturíslenzkir útsölumenn
blaða og bóka árlega fleiri og færri eintök þessarar myndar. Ekki
taldi Tryggvi sig þó hafa hagnazt á fyrirtækinu.
Þegar Gröndal sneri heim haustið 1874 til þess að taka við
skólakennarastarfi við Lærða skólann í Reykjavík, var útivist
hans orðin alllöng og nokkuð viðburðarík. Hann hafði haldið
utan 1857, en þá taldi hann sér allar leiðir luktar á íslandi. Síðan
lenti hann í Djúnka-asvintýri sínu; þá barst hann á ný til
Danmerkur, lauk þar í snatri meistaraprófi í norrænum fræðum
og sneri sér síðan að tímaritaútgáfu og ýmiss konar ritstörfum.
En öll er sú saga kunn þeim, sem lesið hafa Dœgradvöl.
Vorið 1871 kvæntist hann Ingigerði, dóttur Tómasar Zoéga, og
blasti þá við, að hann yrði að tryggja betur hag sinn á borgara-
lega vísu eftir en áður.
Af Tryggva Gunnarssyni er það að segja, að vorið 1875 varð
hann fyrir þeirri þungu sorg að missa konu sína. En allan átt-
unda áratuginn vegnaði honum og fyrirtækjum hans svo vel, að
á orði var liaft, og hefur hann af þeim sökum verið fljótari að ná
sér á strik á nýjan leik. Hann var þá oft hjálpsamur og örlátur
við vini sína og kunningja, boðinn og búinn til að lána þeim
eða ganga í ábyrgð fyrir þá.
Eftir að leiðir skildu að mestu, gerðist það iðulega að Gröndal
skrifaði Tryggva fjörlegar línur, kvabbaði á honum og bæði
hann um smágreiða.
Skipti þessara ágætu samtímamanna, sem um eitt skeið áttu
nokkra samleið eins og sagt hefur verið, geta naumast talizt stór-
merkileg. En þau varpa allskemmtilegu ljósi á þá, hvorn um sig.
Þau eru ekki einungis upplýsandi um hinn sérstæða og kenjótta
snilling, Gröndal, eða athafnavíkinginn Tryggva, heldur og um
aldarandann fyrir réttri öld.
Þegar Tryggvi hefur skrifað Gröndals-hjónum og tilkynnt
þeim fráfall konu sinnar vorið 1875, svarar Gröndal honum 10.
apríl og segir þá m. a.:
. . . Jeg þakka þér ástsamlega fyrir þitt góða, en sorglega bréf. Þú getur
nærri, að enginn muni fremur taka þátt í sorg þinni en jeg, bæði vegna
þess, að jeg þekki þig, og svo lield jeg að jeg hafi kunnað að meta Haldóru,