Skírnir - 01.01.1982, Page 72
SKÍRNIR
70 BERGSTEINN JONSSON
því hún var í rauninni ein af þeim, sem ísland síst ætti að missa, ekki
einúngis gáfuð og menntuð, heldur einnig unnandi fósturjörðinni á fegri og
drjúgari hátt en ýmsar aðrar, sem færra ætti að vera af. Vera má, að mér
hafi einhvem tíma flogið í hug, að Haldóra sáluga yrði ekki mjög gömul, en
þetta datt mér ekki í hug, og jeg vonaði staðfastlega eptir að sjá hana með
þér hér í sumar. En nú er þetta liðið, nú er þessu lífi lokið, lífi fullu af gleði
og kvölum — það getur verið jeg sé ekki moderne, Tryggvi, en jeg fyrir mitt
leyti skil ekki í, hvernig menn geti fengið huggun nema í trú og von; látum
okkur báða leita þess þar; hinir, sem ekki trúa á neitt, hafa náttúrlega önn-
ur ráð, eða eru „upp úr því vaxnir". Jeg kveð eptir Haldóru, þegar jeg get,
og þegar mér dettur eitthvað í hug, og þá sendi jeg Skapta það til prent-
unar.l
Jeg þakka þér kærlega fyrir þínar útréttíngar fyrir mig, og vona jeg að jeg
geti borgað þér í sumar það sem þú hefir lagt út. Það undrar mig að þú
hefir ekki fengið neitt inn fyrir myndina, því öllum kemur saman um að
hún hafi runnið út, og hefði mátt selja af henni miklu meir í fyrra sumar
ef nóg hefði verið sent híngað til Reykjavíkur. Sigfús Eymundarson hefir
verið útsölumaðurinn hér, og hann ætti að gera þér einhverja grein fyrir
inntektinni, en það sem sent hefir verið út um land, gengur seinna. Við-
víkjandi nuddi Eiríks Magnússonar get eg ekki sagt annað en það, að eg
hefi sagt rángt frá óviljandi, og finnst mér hann sjálfur geta leiðrétt það, án
þess að vera að hóta mér lagasókn og ógnunum; en hvað því viðvíkur, að þín
var ekki getið í textanum, þá er eiginlega skömm að því, en þú vildir ekki
sjálfur láta nafn þitt standa á mvndinni; það hefir annars komið í Norðan-
fara, að þú hafir kostað myndina, og allir held jeg viti það.2
Jeg ætla að biðja þig að heilsa Jóni Sigurðssyni, og segja að jeg hafi von-
ast eptir að sjá frá honum línu, til sönnunar um að hann væri lifandi og í
fjöri. Sömuleiðis bið jeg þig að heilsa Kristjáni Jónssyni og Eiríki og Indriða.
Sömuleiðis Jensen hjá Petersen & Holme með þakklæti fyrir bréfið . . .3
Næsta bréf skáldsins og skólakennarans er dagsett í Reykjavík
3. desember 1875. Er það öllu „gröndalskara" en hið næsta á
undan, enda meiri dagamunur hjá Gröndal á hugblæ og skaps-
munum en gerist og gengur, ef marka má orð hans sjálfs — og
ýmissa samtímamanna hans.
Kæri og elskulegi Tryggvi!
Jeg skrifa þér nú svo að segja út í bláinn, því jeg veit ekki einúngis ekki
hvar þú býrð í Khöfn, heldur og ekki hvort þú ert kominn þángað, því þú
komst ekki með Gránu, en jeg vona að guð gefi þú sért kominn þángað heill
á hófi með einhverju öðru skipi. Síðan þú fórst, hefir margt á dagana drifið,
þægilegt og óþægilegt; það þægilega er það, að við eignuðumst nýja dóttur