Skírnir - 01.01.1982, Síða 74
72
BERGSTEINN JONSSON
SKÍRNIR
Jeg man eiginlega ekkert að segja um þær 8 krónur, sem þú hefir borgað
til Jacobsens systra; hef eg skrifað þér um þær í haust? Skrifaðu mér um það
aptur... .
Og sem eftirskrift:
Fyrst við erum nú í þessum hörmum, þá láttu sjá og útvegaðu konunni
minni byrjun á Sofapúða til að sauma í henni til afþreyingar; á dönsku heitir
þetta: „En paabegyndt Sofapude." Eg get engum peníngum lofað fyrir þetta
fyrr en i haust, en þö ætla jeg að biðja þig að skuldskeyta mig ekki við neinn
skítbuxa. Góði fyrirgefðu þettal
Völu líðurvíst vel á Bessastöðum, hún hefur komið hér einusinni í vetur.10
Enn eru skuldamál og útréttingar aðalefni bréfs frá Benedikt
Gröndal til Tryggva 2. des. 1876. Lundin er ennþá létt með köfl-
um og farið á kostum, þó að Gröndal sé ljóst, að einhvers staðar
liggur lína, sem honum ber að varast að stíga yfir, eigi hann að
halda hylli kaupsýslumannsins Tryggva.
Eptir að jeg er búinn að kyssa Eggertn tvo kossa, þá verð jeg að hripa þér
fáeinar línur.
Jeg veit nú slétt ekki hvurnin okkar reikníngar standa, en jeg mun ekki
standa sem bezt í þeim. Jeg ætlaði nú að kvabba á þig með nokkuð, en um
endurgjaldið get jeg nú lítið sagt sem stendur, þó mig hvorki vanti vilja né
atorku til að vinna, þvi Reykjavík gleypir mikið fé. Jeg á nú enn útistand-
andi 200 krónur, en sem jeg ekki get fengið útborgaðar fyrr en jeg er bvi-
inn að vinna fyrir þeim, og get jeg nú ekkert sagt um hvenær það muni
verða. Nú lángar mig til að biðja þig um, ef þú mögulega getur, að leggja
út fyrir mig 48 krónur til frú Hólmfríðar, ef hún lifir*!2; hún er hjá
Krabbe tengdasyni sínum. Svo vildi eg og biðja þig enn um að kaupa fyrir
mig nokkur stykki af málverkalérepti á trérömmum, eins og þú gerðir hér í
hitt fyrra, og nokkuð af gyltum og silfruðum litum (þeir kallast „Guld og
Sölvfarve i Skaller") og eru ekki dýrir; það fæst allt hjá Kittendorf & Aagaard.
Ef þú gerir þetta, þá yrði jeg að fá það upp með fyrstu póstskipsferðinni.
Svo verð jeg að klikkja út þessu með því að biðja þig að borga fyrir okk-
ur 4 krónur og 50 aura til frú Ingibjargar Sigurðssoni3 fyrir stígvél sem litla
dóttlan okkar fékk í haust, en ekki þori jeg að biðja þig að kaupa gull-
broschu handa konunni minni, heldur læt jeg þig ráða því, því jeg er for-
tvívlaður yfir að misbjóða öðrum eins manni og þú ert eins mikið og jeg hef
alltaf gert og veit að jeg er þér þó stórskuldugur undir!
Síðan jeg tók hér við náttúrukennslunni, hef eg svo mikið að gjöra að jeg
) eða til Frú Kristínar Krabbe og fá kvitteríngu fyrir.