Skírnir - 01.01.1982, Page 75
SKÍRNIR
SKIN OG SKUGGAR
73
hef aldrei frí, því jeg verð að lesa fyrir yfir allt, því engar kennslubækur eru
til og það sem piltarnir brúka af dönskum bókum, skilja þeir ekki; en þó
skólinn sé nú búinn að vera hér í 30 ár, þá hafa kennaramir enn ekki orðið
svo miklir menn að geta klakið út neinum kennslubókum, nema Haklór
Friðrikssonl-í; mér hefir dottið í hug hvurt alþíng ekki vildi skerast í þetta,
því það er enginn skóli til í heiminum meðal civilíséraðra manna, þarsem
kennt er á öðru máli en móðurmálinu, nema hér; skólinn er svo að segja
hunddanskur og helmíngurinn talaður á dönsku; íslenzk kvæði aldrei súng-
in, heldur allt danskt og svenskt, þeir kunna ekki nema fyrstu vísuna af
„Eldgamla ísafold" og þarmeð púnktuml
Jeg orðlengi nú ekki þctta bréf meir, nema ef þú kaupir fyrir mig þetta,
[rá þyrfti kassa utanum það, og svo biður konan mín að heilsa þér, en jeg
óska þess að guð gefi þér eins mildan og góðgjarnan hug til að lesa þetta
bréf, eins og hann hefir gefið þér til annars, því jeg er svartur innan af illri
samvizku og eyðileggíngu útaf því hvað jeg leyfi mér við þig, og þarmeð
kveð jeg þig með þeim beztu óskum sem mér er unnt að láta mér detta i
hug fyrir velgengni nokkurs manns. . . .
Eins og vænta mátti er Gröndal engum líkari en sjálfum sér í
línum þeim, sem hann skrifar Tryggva 23. marz 1877:
Um leið og jeg skrifa þér lcærar þakkir fyrir bréfið og sendínguna, sem var
eins og jeg ætlaðist til, þá skal jeg ekki láta hjálíða að láta í ljósi fyrir þér
óánægju mína og ergelsi yfir því, ef jeg kann að hafa styggt þig, því það hef-
ir aldrei verið ætlun mín og hefir orðið mér alveg óvart, ef það hefir verið;
en mér finnst jeg geta skilið eitthvað þess konar á bréfinu þfnu. Jeg vona
að þú getir fengið í sumar það sem þú átt hjá mér, að minnsta kosti skal jeg
gera allt sem jeg get til þess, og jeg veit vel hversu illa það kemur sér að
vera alltaf að biðja menn um að kaupa fyrir sig en sencla enga penínga. Þú
verður að fyrirgefa þó jeg ekki skrifi lengra, jeg hef ekkert að skrifa. .. .
Sjálfsagt hefur Tryggvi látið á sér skilja, að hann vildi fá borg-
un frá skáldinu og skólakennaranum. Einnig virðist blasa við, að
samvizkan hefur öðru hverju verið að ónáða skuldunautinn í
Reykjavik. Af því spruttu þessar gröndölsku línur 4. des. 1877:
Góði Tryggvil Hvað á jeg nú að geral Jeg get ekkert borgað þér í vetur
og jeg verð að vera kominn upp á þinn góðvilja! Góði Tryggvi! Góði Tryggvi!
Góði Tryggvil Jcg er sona á rassinum! Hvað ætlarðu nú að segja við mig!
'hvað ætlarðu að gera? Jeg vona samt að jeg geti klárað þetta með tímanum
— en þú verður að hafa þolinmæði og hlífa mér fyrst um sinn.
Fyrirgefðu mér þennan xniða kærast kvaddur
af þfnum Ben Gröndal