Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 76
74 BERGSTEINN JONSSON SKIRNIR
Ódagsettar, en hugsanlega frá einhverju áranna 1878—80, eru
þessar línur:
Góði Tryggvil
Úta£ Rykkarareiknínginum sem þú fekkst mér seinast, verð jeg að geta
þess, að þú hefur gleymt að tilfæra 140 krónur, sem jeg hef borgað uppí þær
200 sem þú lagðir út fyrir mig í Höfn. Reikníngurinn verður eptir því 140
krónum minni, það er að segja, í staðinn fyrir 325 krónur skulda jeg 185 kr.
En nú sem stendur er mér ófært að borga nokkurn eyri í þessu, og bless-
aður gefðu enga ávísun uppá mig, því því því því því því þvi því því því jeg
er for Öjeblikket á
R a s s i n u m !
Elskulegi Tryggvi snúðu við blaðinu.
Jeg meina ekki að þú skulir snúa við blaðinu og hætta að rykka mig (sem
þú raunar aldrei hefur gert), en þú átt að snúa blaðinu við, það er: þessu
hvíta póstpappírsblaði sem jeg hef keypt hjá Smithjs til þess að lesa þar
þessi orð sem hér standa. Hvar þú ert að finna veit jeg nú ekki, svo bréfið
kemur kannske órólega, en hvernig sem er, þá biður konan mín kærlega að
heilsa þér og jeg sjálfur kveð þig með beztu óskum. Hvunær heldurðu jeg
komist úr þessari helvítis súpul
Þinn Ben Gröndal
Árið 1880 var hafizt handa um byggingu stórhýsis fyrir Alþingi
og söfn landsins eins og það var orðað. Árangurinn varð hús það
við Austurvöll, á sínum tíma reist í kálgarði Halldórs Kr. Frið-
rikssonar, sem síðan hefur hýst Alþingi. Áður en afráðið var að
byggja húsið þarna, virðast flestir hafa viljað hafa það á Arnar-
hóli. En landshöfðingi var ekki á því að missa þannig álitlegan
hluta af túni sínu, og réð hann af að hafa húsið efst í Bakara-
brekkunni, þar sem Ingólfsstræti gengur norður frá mótum
Laugavegs og Bankastrætis.
Staðarval þetta fór mjög fyrir brjóst flestra, sem létu sig það á
annað borð varða, og dr. Grímur Thomsen barðist eins og ljón
fyrir því í byggingarnefnd Alþingis að byggja á Arnarhóli. Aðrir
nefndarmennvirðasthafabeygt sig fyrir landshöfðingja. Tryggvi
var fjarri góðu gamni, þar sem hann sat að vanda veturinn 1879-
80 í Kaupmannahöfn, og þar annaðist hann ýmiss konar útrétt-
ingar, mannaráðningar og innkaup vegna byggingarinnar. Marg-
ir urðu til að skrifa honum um þessi mál, einkum dr. Grímur
og landshöfðingi. En í þennan samsöng blandaði sér nú Bene-