Skírnir - 01.01.1982, Síða 79
SKÍRNIR
SKIN OG SKUGGAR
77
lesið prófarkirnar; jeg hef nú fengið smérþefinn af því á landafræðinni
minni, sem prentuð er á Akureyri, öll fordjörfuð og afbökuð með afkáraleg-
ustu prentvillum og vitleysum, svo jeg ætti í rauninni ekki að vera þektur
fyrir bókina þó jeg nú verði að hafa það, þarsem nafnið mitt stendur fremst
á hverri örk neðanmáls; í lýsingu Islands eptir Þorv. Thoroddsen, sem Þjóð-
vinafélagið gaf út, eru einnig margar villur ólagfærðar, sem ekki mundu
standa ef höfundurinn sjálfur hefði lesið prófarkirnar. Hvað myndunum
við víkur, mundi það ekki geta látið sig gjöra að prenta þær þannig, að þær
verði hafðar aptan við bókina, eða á sérstökum blöðum innan í henni og þá
má vísa til myndanna í textanum með tölum, eins og jeg hef gjört í steina-
fræðinni minni; eða það má prenta eitt eða tvö blöð með útskýringar til
myndanna, og er sama gagn að þvx' eins og ef myndirnar stæði í textanum
sjálfum. Ennfiemur verð jeg að geta þess, að það dugar ekki að leggja þetta
út óbreytt; maður verður að breyta ýmsu, svo fólk hér skilji það, og heim-
færa það til vorra hlutfalla og ástands hér á landi, svo að því leyti hlýtur
rnargt orginalt að verða í bókinni, en sem jeg á nú raunar hægra með að fást
við, af því jeg hef Lýsingu íslands eptir Þorvald. Sumt hef jeg og fellt úr, af
þvf það er ekkert annað en helvítis Humbug.
Það er raunar tvennt eða þó þrennt, sem gjörir mig linari í að fást við
þetta verk. 1) að það er svo lítið. 2) að það er svo ómerkilegt. 3) að þú munt
ætla að láta mig vinna af mér nokkuð af gömlu skuldinni, svo á endanum
hef jeg ekkert upp úr þessu litla og ómerkilega verki, sem jeg hef engan heið-
ur af sem rithöfundur og sem í rauninni ekki er nema fyrir hálf-idiota, þó
þeir menn raunar ekki megi fást við það, sem tyrfa svo mikið með fomyrð-
um og smekkleysum að fólkið skilur þá ekki, eins og málið er nú orðið á
sumu þvi sem kemur frá Khöfn.
Jeg vonast eftir svari frá þér með ferðinni.
Þinn
Ben. Gröndal
Þótt Gröndal vonaðist eftir svari, þá hefur hann greinilega
ekki búizt við því svo hvatskeytislegu sem raun gaf vitni. Síðasti
pósturinn í bréfi Gröndals hefur einkum komið kaupstjóranum
úr jafnvægi, og hinn 14. apríl 1882 sezt hann niður í Havnegade
21, Kjöbenhavn, og lætur fjölina fljóta:
Herra skólakennari
góði vin!
Jeg meðtók brjef þitt dagsett 23. f. m., það var greinilega á íslenzku, — það
er að segja á slæmri íslenzku. Þar stendur meðal annars: „Það er tvennt sem
gjörir mig linari í að fást við þetta verk . . . 3) að þú munt ætla að láta mig
vinna af mjer nokkuð af gömlu skuldinni, svo á endanum hef jeg ekkert
upp úr þessu litla og ómerkilega verki.“ — Þetta er svo há-íslenzkur hugsun-