Skírnir - 01.01.1982, Page 80
78 BERGSTEINN JONSSON SKÍRNIR
ar háttur — ekki samt hjá betri mönnum — að jeg held jeg geti ekki sett
mjer^l að prenta brjefkaflann til að sýna hvaða tryggð sumir hafa til þeirra
er hjálpa þeim þegar þeir eru í vandræðum, og hvaða virðingu þeir hafa
fyrir sjálfum sjer að efna það sem þeir hafa lofað, bæði hvað borgun snertir
á fengnu láni og framkvæmd á því verki sem maður hefur tekið að sjer og
lofað að gjöra. — Jeg er ekki svo einfaldur að jeg sjái ekki að jeg hef getað
og get enn náð henni á annan hátt en láta skrifa hana niður.
Verkið við útlegging bókarinnar er ekkert ómerkilegra í vetur en það var
í sumar þegar þú tókst það að þjer, og hart þykir mjer að þurfa að ganga
eptir handritinu cins og þágan sje öll á mína hlið. Jeg held að best færi að
þú eigir þína bók og jeg fái rnína skuld með rentum í sumar. Þó má tala urn
þetta ef handritið er búið þegar jeg kem í Rkv í vor.
Þetta er skrifað reiðilaust en mjer finnst ómögulegt að svara brjefi þínu
öðruvísi. Hefðir þú ekki beðið mig um svar hefði jeg getað látið vera að
skrifa. — Jeg kveð þig svo með virðingu.
Tr. G.22
Nú kom á Gröndal. Hann hafði verið í slæmu skapi, þegar
hann skrifaði bréfið, en ekki taldi hann sig hafa efni á að mis-
bjóða Tryggva svo, að hann sleppti með öllu af honum hend-
inni. Eftirfarandi línur Gröndals eru ódagsettar, en tilefnið
tímasetur þær nokkurn veginn seint í apríl eða maí 1882:
Góði Tryggvi
Jeg er hreint eyðilagður út af bréfinu þínu — eyðilagður út af því að hafa
gert þig svona reiðan, því það var öldungis ekki tilgangur minn! Jeg jós vit
liarmi mínum og gremju yfir öllu mínu lífi og ástandi, jeg sá allt svart, en
jeg ætlaði aldrei að styggja þig, jeg hélt jeg gæti sagt allt við þig. Jeg bið þig
þess vegna fyrirgefningar á því, að jeg hef stygt þig svona, mér þykir engin
niðurlæging í því, af því mér hefir orðið það óvart. Jeg hef ekki skorast und-
an að leggja út bókina, jeg er þvert á móti búinn með svo mikið af henni að
jeg get hæglega haft undan prenturunum ef þú lætur prenta hana hér.
Jeg vona þú drepir mig ekki, ef þú kynnir að sjá mig, heldur að þú látir
þitt gamla vina-andlit skína á móti mér eins og áður.
Þinn
Ben. Gröndal
Hið næsta skjalfesta, sem í þessu máli gerist, er að Tryggvi
skrifar skáldinu 28. febr. 1883, og er þá heldur snúður á kaup-
stjóranum. Hann segir þá m. a.:
. . . Ekki kom framhaldið af vitleggingu Berlings-bókar með þessari póst-
ferð, svo hjeðan [afj kemur það of seint til prentunar í ár. Kemur þetta [sér]
þó talsvert illa en hjeðan [af] reiði jeg mig ekkert á handritið og bið þig
láta mig vita hvort þú vilt fá til baka það sem jeg hef tekið á móti eða hvað