Skírnir - 01.01.1982, Side 81
SKÍRNIR
SKIN OG SKUGGAR
79
þú vilt selja það fyrir mikið verð. Jeg get rnáske fengið einhvern annan til að
setja botninn í.
Skuldaskifti okkar eru altaf ókláruð í mörg ár. Jeg ætla ekki að heimta
það allt í þetta sinn en bið þig borga 200 kr. ávísan sem jeg í dag hef sent
Gunnlögi Briem23 og liggur á að borga honum. Jeg vona að þú ekki neitir
þessari ávísan eins og annari eitt sinn áður. Mjer, sýnist að þetta sje búið að
standa talsvert lengi.
Ef þú vilt selja handritið það sem komið er skal jeg senda sanngjarna borg-
un fyrir það, en vona að þú borgir ávísanina . . .
Áður en hér var komið, höfðu reyndar enn einu sinni orðið
kaflaskipti í lífi Benedikts Gröndal. Hinn 12. febr. 1883 var lion-
um vikið frá skólakennslunni. Það fór þó betur en á horfðist,
þegar hann fékk lausn í náð og full eftirlaun frá 13. apríl 1883.
En mitt í þessum sviftingum hefur hann skrifað Tryggva 20.
marz:
Góði Tryggvi!
Jeg má til að kalla þig þetta, þó þú sért Riddari af Dannebrog! En þú
getur ekki ímyndað þér hvað jeg tek nærri mér að hafa staðið mig svona illa
við þig, styggt þig og gert þig reiðan mér, og það einmitt nú, þegar eyrnd
og ólán (?) steðjar að mér og jeg á „formælendur fá“. Jeg skal verða búinn,
eða því nær búinn, með það sem eptir er af útleggingunni svo það komist
með næstu ferð; jeg held mér sé ekki til neins að skrifa þér neitt um hugar-
ástand mitt og þá Mclankoli'24 sem hefir alltaf heimsókt mig frá því konan
mín dó og þangað til nú; en síðan jeg losaðist við skólann, þá hef jeg komist
í það jafnvægi og fengið þann frið sem jeg hef ekki þekt síðan jeg naut
samvistar konunnar minnar; sumar smásálir kur.na að álíta þetta fyrir ógur-
legt tjón, en fyrir mig er það vinníngur, því jeg hef fengið nýja krapta, jeg
er eins og nýr maður eptir að jeg er skroppinn út úr þessu óstjórnarargi skól-
ans og ánauð, sem jeg aldrei gat fundið mig í; af því Ólsen og Rector25 vissu
það vel, að piltunum var vel við mig en illa við þá, og að jeg hafði fengið
hrós á prenti optar en einusinni, en þeir aldrei nema skammir, þá hata þeir
mig, og hættu ekki fyrr en þeir gátu komið mér burtu, þó jeg væri áður bú-
inn að segja af mér og senda bréf um það til stiptsyfirvaldanna; en Björn
Ólsen er eiginlega Rectorinn, því hann segir JÞ allt fyrir hvað hann skuli
gera, en JÞ veit hvorki út né inn í neinu, og er sjálfur óreglumaður og höf-
undur allrar óreglu, þeiivar er í skólanum er, en hann ímyndar sér að engin
óregla sé til nema drykkjuskapur.
Hefðir þú nú ekki verið mér reiður, sem von er að þú sért — jeg afsaka mig
ekki —, þá hefði jeg beðið þig um að hjálpa mér nú, því nú liggur mér á;
því þú þekkir ráðgjafann26 og hefðir getað talað við hann um mig. Jeg
gæti raunar ímyndað mér að þú gerðir þetta, þrátt fyrir það að jeg nú hefi