Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 82
80
BERGSTEINN JONSSON
SKÍRNIR
styggt þig þannig, því þú ert ekkert lítilmenni; jeg þarf að fá fullkomna
lausn frá skólanum og viðunandi eptirlaun — ja, þó jeg héldi öllum mín-
um launum, þá er jeg viss um að jeg mundi engu síður vinna fyrir þeim en
þó jeg væri við skólann, því frelsið er minn heimur og í frelsi hef jeg gert
það sem jeg hef gert; excentriskur27 er jeg upp á vissan máta, þó ekki eins
og sumir hvurir, en jeg er þó ekki hversdagslegur maður sem maður getur
tekið óvalinn upp af götunni. Ráðgjafinn þekkir mig náttúrl, ekkert nema
sem ómerkilegan „skólakennara", en jeg er himinglaður yfir að vera laus við
þann titil, því jeg hef ávallt álitið hann sem niðurlægingu, en ekki sem upp-
hefð. Síðan jeg losnaði við skólann, þá hef jeg nú á þremur vikum gert og
afrekað meira en jeg gerði á öllum þeim tíma sem leið frá því konan mín
dó og þángað til, þvx jeg hrundi allur saman og allur minn kraptur var nið-
urbrotinn um lángan tíma.
Góði Tryggvi! Jeg skal reyna til að gera allt gott aptur; skrifaðu mér helcl-
ur ekkert, heldur en þurt bréf sem eg finn reiði þína á! Þú veizt hvað mik-
ið jeg hef haldið af þér, og þess vegna tekur þetta mig miklu sárara og
þýngra. . . .
Eftirmaður Gröndals við Reykjavíkurskóla var Þorvaldur
Thoroddsen,28 sem áður var kennari á Möðruvöllum. Hann var
í ársleyfi frá kennslu þar veturinn 1884—85, og fékk hann þá
Gröndal til þess að leysa sig af. Þaðan skrifar skáldið Tryggva
síðasta bréfið, sem varðveitzt hefur frá honum og varðar „út-
leggingarmál" það, sem hér hefur orðið hvað tíðræddast um. Sem
betur fer virðist Gröndal þá á ný vera farinn að ganga upprétt-
ur. Bréfið er dagsett 30. nóv. 1884.
Kæri Tryggvi!
Jeg hripa þér í hasti þessar línur — þú skalt fá útleggínguna sem eptir
stendur í vor — þú lánaðir mér 10 kr. seinast á Oddeyri — andskotans pen-
íngamir! viltu nú gera það fyrir mig — eða viltu ekki gera það fyrir mig —
að leggja út fyrir mig 50 kr. til August Bang bókhöndlara á Vesturbrú —
eða Tryggvi! viltu ekki gera það? Þú clrepur mig ekki þó jeg nefni það —
nú, þú lofaðir mér þjóðhátíðarmyndunum, þær hef jeg aldrei fengið — jeg
vil ekki tefja þig meir á bulli því jeg er allt af að hugsa um lögin fyrir
loptþúnganum — ef þú sérð frú Havstein29 þá heilsaðu henni. . . .
Eftir þetta verður þess lítið sem ekki vart í varðveittum gögn-
um Tryggva, að þeir ættu samskipti Hafnarvinirnir gömlu. Lík-
ast til hefur Tryggvi orðið afhuga bókinni, sem Gröndal gekk svo
treglega að færa í íslenzkan búning. Einnig kunna meðstjórnar-
menn hans í Hinu íslenzka þjóðvinafélagi að hafa talið önnur