Skírnir - 01.01.1982, Page 84
82 BERGSTEINN JÓNSSON SKÍRNIR
10 Vala er Valgerður Jónsdóttir, fósturdóttir Tryggva, síðar kona Þórhalls
Bjarnarsonar biskups. Hún var þennan vetur á Bessastöðum hjá frú
Jakobínu og dr. Grími Thomsen. Síðan var hún um skeið á Akureyri
hjá frú Sigrfði og Skapta ritstjóra, en þá hélt Tryggvi á ný heimili fyrir
hana og fleira frændfólk og vini í Kaupmannahöfn til 1886, þegar hún
fluttist til Reykjavíkur og tók að vinna fyrir sér með kennslu. Ári síðar
giftist hún síra Þórhalli.
11 Eggert Gunnarsson (1840—? ) umboðsmaður, um skeið kaupsýslumaður
í Reykjavík, unz hann hvarf á Englandi 1886 eins og jörðin hefði gleypt
hann. Var bróðir Tryggva.
12 Hólmfríður Þorvaldsdóttir (1812—76), ekkja Jóns Guðmundssonar rit-
stjóra, dó einmitt um þessar mundir, eða 2. des. 1876, á heimili Kristínar
dóttur sinnar og tengdasonar, Haralds Krabbe prófessors.
13 Ingibjörg Einarsdóttir (1804—79), kona Jóns Sigurðssonar.
14 Halldór Kr. Friðriksson (1819—1902) yfirkennari og alþingismaður.
15 Marinus Smith kaupmaður í Reykjavík.
16 Þetta höfðu til skamms tíma verið illræmdustu brennivínsberserkir bæj-
arins, Hróbjartur Ólafsson var annars frá Arnarhóli (býlinu), en við
Traðarkot er Traðarkotssund kennt.
ll Sá sem teiknaði alþingishúsið var einmitt hinn rómaði danski húsameist-
ari F. Meldahl.
18 Framhliðin.
19 Tugthúsið, hegningarhúsið við Skólavörðustíg, var reist 1873.
20 Bókin sem Gröndal átti að þýða.
21 Þ. e. ekki stillt mig um.
22 Þetta er önnur af tveimur gerðum, sem bréfið hefur geymzt í.
23 Gunnlaugur Ejggertsson] Briem (1847—97), frændi Tryggva, var þá um
hríð verzlunarstjóri hjá Eggert Gunnarssyni.
24 Þunglyndi eða bölsýni.
25 Björn M. Ólsen (1850—1919) kennari og síðar rektor, og Jón Þorkelsson
(1822—95) rektor.
26 Alkunna var að Tryggvi átti oft greiða leið að Nellemann (1831—1906)
dómsmála- og íslandsráðherra 1875-1896.
27 Sérvitur.
28 Þorvaldur Thoroddsen (1855—1920), hinn mikilvirki náttúru- og land-
fræðingur, var um árabil einn nánasti vinur Tryggva.
29 Kristjana Havstein (1836—1927), ekkja Péturs amtmanns og móðir Hann-
esar ráðherra, var systir Tryggva. Hún dvaldist í Kaupmannahöfn um
þessar mundir.