Skírnir - 01.01.1982, Page 85
ÞRÁINN EGGERTSSON
Glapstígir og gangstígir
Þrir d ferð með frelsið í farangrinum
Það hefur gerst undanfarna áratugi að sérhæfing hagfræðinga
hefur aukist hröðum skrefum samhliða því að aðferðum tölfræði
og stærðfræði hefur verið beitt í ríkum mæli, en í vísindalegum
ritgerðum hefur sérfræðingum hætt til þess að ávarpa sjálfa sig
og láta áhugasama leikmenn og brennheit þjóðfélagsmál fara
lönd og leið. í þessu efni liefur orðið nokkur breyting hin síðari
ár í kjölfar vaxandi efnahagsvanda um víða veröld og efasemda
um ágæti þeirra búskaparhátta sem þjóðir heims hafa hagnýtt
sér. Alvarleg umræða um sjálfa þjóðfélagsgerðina er á ný orðin
snar þáttur í andlegu lífi fræðimanna, jafnvel í fásinninu á
norðurslóðum, en nú á örfáum árum hefur komið út hérlendis
mikill fjöldi rita um hagkerfi, hagstjórn, stjórnmál og skyld
efni. Það sætir einnig tíðindum, að í þessari skriðu fer ekki mest
fyrir ritum sósíalista, sem löngum hafa verið liprir skrifarar,
heldur eru það áhugamenn um kapítalisma og markaðsbúskap
sem virðast ráða ferðinni, en þeir bera nýtt heiti, er var lítt þekkt
í mínu ungdæmi, og nefnast frjálshyggjumenn. Hér verður fjall-
að um fjögur verk þriggja höfunda sem sigla undir þessu flaggi,
en þeir eru Friðrik Hayek, Ólafur Björnsson og Jónas H. Har-
alz.*
* Friedrich A. Hayek: LeiÖin til ánauðar. Hannes H. Gissurarson íslensk-
aði. Almenna bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna, 1980.
Ólafur Björnsson: Frjálshyggja og alrœðishyggja. Almenna bókafélagið,
1978. Einstaklingsfrelsi og hagskipulag. Félag frjálshyggjumanna, 1982.
Jónas H. Haralz: Velferðarriki á villigötum: úrval greina frá áttunda ára-
tugnum. Félag frjálshyggjumanna, 1981.