Skírnir - 01.01.1982, Síða 86
84
ÞRÁINN EGGERTSSON
SKÍRNIR
Hin fræga bók Friðriks Hayek Leiðin til dnauðar var upp-
haflega gefin út í Lundúnum árið 1943, en þá var höfundurinn
kennari við London School of Economics. Um það leyti ráð-
gerðu breskir sósíalistar margs konar breytingar á skipan at-
vinnumála að lokinni heimsstyrjöldinni. Meðal annars var rætt
um víðtæka þjóðnýtingu og miðstýringu efnahagsmála, og að
því var látið liggja að jafnvel væri nauðsynlegt að takmarka
þingræðið, ef takast ætti að framkvæma þessar skipulagsbreyt-
ingar.1 Hayek, sem er ættaður frá Austurríki og fylgdist vel með
valdaráni nasista, innflutningi þýskra kenninga til Rússlands og
ógnarstjórn Stalíns, reit Leiðina til ánauðar í angist þess manns
sem þykist endurlifa skelfilega atburði. Bókin er þróttmikið
og að mörgu leyti frábært áróðursrit, enda komust ýmsar hug-
myndir sem þar voru settar fram fljótlega í almenningseigu.
Hayek kom með þá tilgátu að víðtæk þjóðnýting atvinnu-
tækjanna í lýðræðisríki hljóti að verða til þess að stjórnarfarið
breytist hröðum skrefum í átt til einræðis. Eins og kunnugt er
varð ekki af þeim róttæku aðgerðum í Bretlandi sem Hayek
óttaðist, en þeim hefur reyndar hvergi verið hrundið í fram-
kvæmd nema með ofbeldi, svo að enn hefur ekki reynt á upphaf-
legu tilgátuna um leiðina til ánauðar. Fræðimaðurinn hefur
þó ekki setið aðgerðalaus í fjörutíu ár lieldur fært út kvíarnar
og endurbætt kenninguna. Nú mun hann einnig vara við afleið-
ingum af miðjumoði og telja að rætur alræðisstjórnarfars kunni
að liggja í svonefndu velferðarþjóðfélagi.
Bók Ólafs Björnssonar Frjálshyggja og alrœðishyggja birtist
árið 1978, en ritgerðasafnið Einstaklingsfrelsi og hagskipulag á
sjötugsafmæli prófessorsins árið 1982, og hefur það að geyma
greinar um hagfræði, hagsögu, stjórnmál, fræga hagfræðinga og
Jón forseta. Ritgerðirnar spanna fjörutíu ár af starfsævi höfund-
ar. Frjálshyggja og alræðishyggja er mikið verk, en að kjarna til
er það árás á alræðisstjórnarfar í öllum þess myndum. í þessum
ritum báðum gætir mikilla áhrifa frá Hayek og er víða til hans
vitnað, enda íslenskaði Ólafur kafla úr Leiðinni til ánauðar
skömmu eftir að bókin kom fyrst út. Karl R. Popper og hið fræga
verk hans The Open Society and its Enemies kemur einnig við
sögu í Frjálshyggju og alræðishyggju. Ólafur leggur til grund-