Skírnir - 01.01.1982, Page 87
SKÍRNIR
GLAPSTÍGIR OG GANGSTÍGIR
85
vallar í riti sínu að allt frá því í fornöld hafi tvær meginstefnur
tekist á í stjórnmálum, frjálshyggja (e. libertarianism) og alræð-
ishyggja (e. totalitarianism), og hann virðist líta svo á að stjórn-
málabarátta sé fremur stríð milli hugmynda en hagsmuna.
Frjálshyggjumenn leggja áherslu á það að hver og einn ráði
málum sínum sjálfur, enda séu engin markmið æðri markmið-
um hvers einstaks þjóðfélagsþegns. Helstu þættir alræðishyggju
eru söguhyggja (e. historicism), heildarhyggja (e. holism) og
þráttarhyggja (e. dialectic) — „hin vanheilaga þrenning". Ein-
staklingi er líkt við frumu í lifandi líkama — hann er liður í upp-
byggingu heildarinnar, en markmið heildarinnar eru æðri öðr-
um markmiðum.
Bók Jónasar H. Haralz Veljerðarríki á villigötum kom út ár-
ið 1981 og er safn ritgerða frá áttunda áratugnum, en þar er
einkum fjallað um það sem höfundur telur öfugþróun og and-
hælislegar stefnur í vestrænum iðnríkjum, efnahagsstefnu Sjálf-
stæðisflokksins og verðbólguvanda íslendinga. í ritinu er sára-
lítið rætt um hugmyndastríð eða alræðisþjóðfélög, og áætlana-
búskapur og skipulagsliyggja eru gagnrýnd, einkum vegna þess
að víðtæk afskipti stjórnvalda af efnahagsmálum lami athafna-
vilja fólks og miðstjórn atvinnulífsins sé tæknilega erfið og
óhentug aðferð til að útrýma fátækt og auka almenna velsæld.
Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti verða höfundarnir þrír
naumast sakaðir um að draga sig inn í skelina og helga sig þröng-
um sérsviðum. Þvert á móti hafa þeir svo margt í höfðinu að
þröngsýnan fræðimann gæti sundlað við lestur þessara bóka. Ég
hef valið þann kost að taka saman nokkrar liugleiðingar um þrjú
stórmál sem þeim eru hugleikin, enda þótt áherslum sé misskipt
milli ritanna. I fyrsta lagi fjalla ég um áætlanabúskap og alræð-
isstjórn. Þar næst er reynt að átta sig á því, hvort þremenning-
arnir séu sammála um hvert sé besta skipulag efnahagsmála. í
þriðja lagi reyni ég að velta fyrir mér hugmyndum Jónasar um
vandamál vestrænna iðnríkja á áttunda áratugnum og leggja
nokkur orð í belg. Endanlega eru fáein lokaorð.
Friðrik Hayek telur vænlegast til árangurs, þegar vísindamað-
ur fjallar um samfélagsmál, að hann beiti sjálfsskoðun (e. intro-
spection) fremur en að byggja kenningarnar á afleiðslu (e. de-