Skírnir - 01.01.1982, Síða 88
86
ÞRÁINN EGGERTSSON
SKÍRNIR
duction) eða aðleiðslu (e. induction) og athugunum á því hvert
atferli manna sé í reynd. Rétt er að komi strax fram að ég er þess-
um viðhorfum ósammála. Mér finnst jafnframt óskemmtilegt, að
orðið hugmyndafræði, fremur en vísindi, ber oft á góma þegar
kenningar Hayeks eru til umræðu. Merking orðsins er að vísu
reikul eftir því hver tekur það sér í munn, en hjá mér vekur það
hugrenningar um lokaða hugarheima, svo sem hina frægu galdra-
trú Azande-manna í Afríku, en þar hafði það engin áhrif á
trúna ef seiðmenn voru staðnir að svikum heldur var þeim
refsað fyrir að starfa sem galdramenn án þess að vera það.
Það er venja í fræðilegri hagfræði að líta á skoðanir manna og
viðhorf sem gefnar stærðir og lítt breytilegar, þegar til skamms
tíma er litið, en fjalla þess í stað um þá tilhneigingu hjá fólki
að velja jafnan arðvænlegasta eða besta kostinn sem þvf býðst
hverju sinni. Sá sem þetta ritar er hagfræðingur af gamla skólan-
um og sér engan kost annan en að halda sig á mottunni: í því
sem á eftir fer verður ekki fjallað um heimspeki, félagsfræði, sál-
fræði, lögfræði eða stjórnmálafræði, enda þótt höfundarnir þrír,
einkum Ólafur og Hayek, leiti fanga á þessum fræðisviðum og
virðist skríða vel er þeir leggja allar árar út.2
Mannauður og bústjórar i alræðisrikjum
Þremenningarnir gagnrýna miðstjórn og áætlanabúskap eink-
úm fyrir tvennt: Annars vegar er þetta skipulag talið vera mun
óhentugri aðferð til að reka atvinnuvegina en markaðsbúskapur,
en hins vegar álíta þeir að miðstjórn efnahagsmála hljóti að leiða
til stórfelldrar skerðingar á persónufrelsi alls þorra manna.
Hvers vegna er miðstjórn á atvinnulífinu óhentugt skipulag
þessara mála? Svarið virðist vera tvíþætt, að mínu mati. Annars
vegar Iiefur reynst vandasamt við þessar aðstæður að safna þeim
upplýsingum sem verða að vera handbærar, ef taka á skynsam-
legar ákvarðanir, en hins vegar hefur gengið illa að finna leiðir
til að hvetja menn, ekki síst stjórnendur ríkisfyrirtækja, til að
leysa verk sín af liendi vel og dyggilega og í samræmi við vilja
miðstjórnar, hvað þá að koma þeim til að fitja upp á nýjungum
sem horfa til endurbóta.