Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 90
SKÍRNIR
88 ÞRÁINN EGGERTSSON
með vöruþróun og almennar tækniframfarir í iðnaði.4 Reynslan
mun þó skera úr því.
Frjálshyggjumenn hafa lagt á það þunga áherslu, að áætlana-
búskapur hljóti að leiða til skerðingar á persónufrelsi manna,
en þeir sem slíka búskaparhætti verja slá oft út því trompi að
undir miðstjórn dafni efnahagslegt frelsi — allir hafi stöðuga
vinnu og nóg að bíta og brenna — en þurfi ekki að óttast at-
vinnuleysi eða sáran skort, og án efnahagslegs frelsis sé persónu-
frelsi lítils eða einskis virði.5 Lítinn fróðleik er að sækja í sjálf
hagvísindin til að leysa þessa merkilegu deilu, en þó má, ef til
vill, varpa á hana einhverri ljósglætu með því að vísa til svo-
nefndrar mannauðsfræði (e. human capital theory), en það er
nýleg grein sem fjallar um fjárfestingu í fólki.6
Fyrir nokkrum árum gerðu tveir bandarískir hagfræðingar
yfirgripsmikla rannsókn á þrælalialdi í Bandaríkjunum.7 Mikl-
um gögnum var safnað um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og
við úrvinnsluna var notuð flókin stærðfræði og tölfræði. Eins og
kunnugt er voru svartir þrælar seldir og keyptir á þrælamörk-
uðum og sér í lagi notaðir til vinnu á búgörðum bænda í Suður-
ríkjunum. Gangverð þræls ákvarðaðist einkum af væntanlegum
afköstum hans yfir starfsævina, að frádregnum kostnaði við að
halda í honum lífinu, en mismunurinn var reiknaður til núvirð-
is. Þarna var yfirleitt um allmikla fjárfestingu að ræða og þess
vegna mikilvægt, ef ekki átti að hljótast af tap fyrir kaupandann,
að hinum ófrjálsa manni entist vel aldur og heilsa. Eigi að síður
var niðurstaða hagfræðinganna tveggja furðuleg, en hún var sú
í stuttu máli að menn hefðu af fjárhagsástæðum yfirleitt farið vel
með þræla sína, og það sem var meira, þrælar hefðu jafnvel búið
við betri kost en verkamenn í borgum Norðurríkjanna, ef ég man
rétt.8
Ekki stóð á því að hinir ánauðugu hefðu nóg að starfa, og
hegðuðu þeir sér vel (leituðu ekki eftir persónufrelsi) var gert
þokkalega við þá og ástæðulaust að óttast hungur og sáran skort
öreigans (höfðu efnahagslegt frelsi). Hvorki þrælar né þræla-
haldarar þessa tíma munu hafa verið tiltakanlega fróðir um
þráttarhyggju eða söguhyggju Ólafs, en heildarhyggja átti sína
formælendur, og það mun hafa verið nokkuð algengt að þræl-