Skírnir - 01.01.1982, Page 92
90
ÞRÁINN EGGERTSSON
SKÍRNIR
Einhverjum kann að þykja ósvífið að nota hagfræðilíkön af
þrælahaldi til að útskýra atferli þjóðarleiðtoga í alræðisríki.
Þrátt fyrir öll ódæðisverk Stalíns telja margir að hann hafi til
dæmis unnið merkilegt starf brautryðjanda á ýmsum sviðum fé-
lagsmála. Þar má nefna, að hann lét reisa vöggustofur og dag-
heimili um Ráðstjórnarríkin þver, en hin hefðbundna skýring
á þessu framferði Kremlarbóndans er sú að hann hafi verið allra
karla mestur kvenréttindamaður. Við nánari skoðun virðist fátt
styðja þessa tilgátu, að Stalín hafi verið rauðsokki. Nær óþekkt
var að konur ættu aðgang að æðstu stöðum í ríkinu, og starf hans
á sviði kvenréttinda virðist að mestu hafa fólgist í aðgerðum
sem juku framleiðsluna á búinu sem bendir til þess að fjárfest-
ingarsjónarmið hafi ráðið ferðinni.9
Gangstigir vel skipaðs samfélags
Hver sá sem velur sér hagkerfi af þessum heimi verður að gera
upp á milli þriggja megingerða, en þær eru: miðstýrður áætlana-
búskapur, kapítalískur markaðsbúskapur og sósíalískur markaðs-
búskapur. Af hverri gerð þekkjast svo ýmsar blöndur, en þar
má nefna tilraunir Ungverja og Tékka til að láta markaðsöflin
létta undir með áætlanastjórum og útþynntan kapítalisma Svía.
Sósíalískur markaðsbúskapur hefur hins vegar aðeins verið
stundaður í Júgóslavíu, en þó í ýmsum útgáfum.
Hayek, Jónas og Ólafur velja allir markaðsbúskap og ein-
staklingseign á framleiðslutækjunum, en þar skilja leiðir að
mínu mati. Eins og áður greindi skrifaði Hayek bók sína Leið-
ina til ánauðar gegn hugmyndum sem algengar voru í Vestur-
Evrópu í stríðslok um víðtæka þjóðnýtingu atvinnutækjanna.
Er tímar liðu beitti hann hvössum penna sínum einnig gegn
samræmdri stjórn efnahagsmála, sem Jónas nefnir svo, gegn að-
gerðum til tekjujöfnunar og gegn velferðarþjóðfélaginu. Von-
andi geri ég Hayek ekki rangt til með þeirri fullyrðingu að hann
telji aðgerðir af þessu tagi geta komið okkur á skrið áleiðis til
ánauðar. Nóbelshagfræðingurinn hefur reyndar ekki látið sér
nægja neitt minna en að búa til nýjan hugmyndaheim úr ýmsum
þáttum hagvísinda, félagsvísinda, heimspeki og lögfræði, og
minnir að því leyti á sjálfan Karl Marx.