Skírnir - 01.01.1982, Síða 93
SKÍRNIR
GLAPSTÍGIR OG GANGSTIGIR
91
Ég hef ekki kynnt mér rækilega hinar margslungnu kenningar
meistarans, árangur ævilangrar sjálfsskoðunar, en hneigist helst
að því að samhengið milli skipulags atvinnumála og annarra
þátta þjóðlífs sé fremur losaralegt, enda þótt ýmsir fróðir menn
standi á öndverðum meið. Um miðjan sjöunda áratuginn starf-
aði ég tæpt ár í áætlanadeild júgóslavneska menntamálaráðu-
neytisins á vegum alþjóðastofnunar (OECD) og kynntist nokkuð
gagnstæðum viðhorfum. Starfsbræður mínir, þarlendir hagfræð-
ingar, sögðu mér frá því meðal annars að í lok heimsstyrjaldar-
innar, þegar Tító tók völdin í sínar hendur og hóf að stunda
áætlanabúskap að sovéskri fyrirmynd, hefðu þeir trúað því ein-
læglega að ýmsir mannlegir lestir mundu gufa upp eins og dögg
fyrir sólu við þessa skipulagsbreytingu vegna þess að þeir væru
ættaðir úr kapítalismanum. Með það í huga var heilbrigðiseftir-
lit með vændiskonum lagt niður og talið víst að þjóðnýting fyr-
irtækja á borð við áburðar- og sementsverksmiðjur myndi hafa
heillavænleg áhrif í þessu efni. Reyndin varð þó önnur, enda
þurfti fljótlega að grípa til örþrifaráða til að hefta útbreiðslu
kynsjúkdóma.
Enginn skyldi ætla að vongleði þeirra Júgóslava hafi verið ein-
stök. Hvar sem er um víða veröld virðast trúgirni manna og ósk-
hyggju nær engin takmörk sett þegar þjóðfélagsmál ber á góma.
Annað dæmi af þessu tagi, sem er í alla staði furðulegt, er sagan
af svonefndri Laffer-kúrfu og ferli hennar í bandarískum stjórn-
málum, en umrætt graf sá fyrst dagsins ljós árið 1974 er létt-
geggjaður amerískur hagfræðingur, Arthur B. Laffer, teiknaði
það á munnþurrku í veitingahúsinu Two Continents í Washing-
tonborg. Þarna voru viðstaddir nokkrir blaðamenn og starfsfólk
úr stjórnarráðinu, en bogalína Laffers átti að útlista fyrir þeim
hvernig skatttekjur ríkisins gætu raunverulega lækkað, ef
skatthlutföll væru hækkuð umfram ákveðið mark, vegna þess að
háir skattar slæva athafnasemi manna. En Laffer gekk lengra.
Hann lýsti því yfir að skattar í Bandaríkjunum væru þegar
komnir yfir markið og lœgri skatthlutföll mundu færa ríkissjóði
hærri tekjur en áður. Nú vill svo til að hvergi í heiminum eru
fleiri sprenglærðir hagfræðingar en einmitt í Bandaríkjunum, og
hvergi eru hagrannsóknir lengra komnar, en það breytti því ekki