Skírnir - 01.01.1982, Page 95
SKÍRNIR
GLAPSTÍGIR OG GANGSTÍGIR
93
Jónas segir í inngangi að bók sinni, að kreppa velferðarríkis-
ins hafi staðið undanfarinn áratug:
Sé haldið áfram, lætur sá grunnur undan, sem velferðin hvílir á. A hinn bóg-
inn er hvorki æskilegt né framkvæmanlegt að snúa aftur til fyrri samfélags-
háttad^
Lausnina á vandanum telur Jónas vera þá að létta ýmsum liöml-
um af atvinnurekstrinum, en forðast opinberan rekstur, ef þess
er nokkur kostur, en í velferðarmálum telur hann nauðsynlegt
að leita nýrra leiða, sem
fela það í sér, að fjárhagsleg ábyrgð fylgi framkvæmdum og rekstri, að þjón-
usta sé falin þeim aðilum, sem næst standa þeim, sem hennar eiga að njóta,
að tillit sé tekið til kostnaðar og nytja í velferðarmálum á hliðstæðan hátt
og í öðrum greinum, eftir því senr við verður komið.11
Jafnvel þótt Hayek kunni að telja að þarna sigli miðjumoð-
arar beitivind þá kýs ég frernur að hafa samflot með Jónasi og
Ólafi en hinum fjölvísa syni Austurríkis.
Glapstígir vestrœnna iðnrikja
Ef litið er til baka voru árin frá því skömmu eftir lreimsstyrj-
öldina síðari og þar til kringum 1970 mikið blómaskeið hag-
vaxtar og stöðugleika í flestum iðnríkjum er stunduðu kapítal-
ískan markaðsbúskap. Síðastliðin tíu ár eða því sem næst hafa
hins vegar ýmis vandamál hrannast upp og hrellt þessar þjóðir.
Verðbólga hefur aukist, en samfara henni hefur víða verið mikið
atvinnuleysi og stórlega dregið úr hagvexti. Framlög hins opin-
bera til menntamála, heilbrigðismála og hvers konar velferðar-
mála hafa vaxið ört, en livergi hefur gróskan verið meiri en í
Svíþjóð — þar nema útgjöld ríkis og sveitarfélaga á árinu 1982
tveimur þriðju hlutum af Jrjóðarframleiðslunni. Aðrar þjóðir
halda í humátt á eftir Svíum. Svo virðist sem þessi þróun hafi
haft ýmsar óæskilegar hliðarverkanir. Því er meðal annars hald-
ið fram að við öflun fjár til að kosta starfsemi hins opinbera hafi
fyrirtæki verið skattlögð svo harkalega að þau hafi ekki haft bol-
magn til að endurnýja framleiðslutækin og bæta framleiðsluað-
ferðir nema að litlu leyti. Þessu til stuðnings er, til dæmis, bent