Skírnir - 01.01.1982, Síða 96
94
ÞRÁINN EGGERTSSON
SKÍRNIR
á það að væntanlega verður framleiðsla í sænskum iðnaði árið
1982 minni en hún var árið 1973.15 Einnig er sagt að háir skattar
og rausnarlegar bætur hafi veikt starfsvilja einstaklinga, og loks
hefur það gerst víða að skattar, þótt háir séu, hrökkva ekki fyrir
opinberum útgjöldum, en það hefur leitt til rekstrarhalla hjá
ríkissjóði og þannig ýtt undir verðbólguna.
Ólafur Björnsson fjallar ekki rækilega um vandamál iðnríkja
á áttunda áratugnum, en hann lýsir þó þungum áhyggjum yfir
„sjálfvirkri aukningu opinbera búskaparins“. Jónasi Haralz verð-
ur hins vegar tíðrætt um þessi mál í ritgerðum sínum, eins og
nafn bókarinnar, Velferðarríki d villigölum, ber með sér, en
hann virðist líta þeim augum á kreppu vestrænna iðnríkja að
þar sé fyrst og fremst um að ræða eins konar maladie de l’esprit
eða hugkreppu. Á árunum eftir heimskreppuna miklu og styrj-
öldina 1939-1945 og á tímum kalda stríðsins voru menn vinnu-
samir, agaðir og höfðu skilning á nauðsyn þess að velja og hafna,
segir Jónas. Félagsleg sjónarmið skyggðu ekki á hrein efnahags-
leg sjónarmið — blandan var rétt: frjálshyggja með ívafi skipu-
lagshyggju en ekki skipulagshyggja með ívafi frjálshyggju, eins
og síðar varð. En þar kom á síðari hluta sjöunda áratugarins
að góðærið tók enda, og hinn frábæri árangur, sem náðst hafði
fram að þeim tíma, dró dilk á eftir sér. Menn fóru að telja
allt kleift og vildu gera alla hluti í einu, en þessu fylgdu kröfur
um aukningu velferðarútgjalda, áhugaleysi um hag og afkomu
fyrirtækja og skortur á samstöðu meðal almennings, stjórnmála-
manna og leiðtoga hagsmunasamtaka. Ekki bætti úr skák aga-
leysi nýrrar kynslóðar, sem þekkti ekki af eigin raun vandamál
kreppu og styrjalda.
Það er því nokkurs konar þungamiðja í skrifum Jónasar, en
tæplega í anda óspjallaðrar frjálshyggju, að velgengni í efnahags-
málum hljóti að byggjast á aga og ábyrgðartilfinningu og þeim
eiginleika fólks „að hefja sameiginlega liagsmuni yfir sérhags-
muni“. Mannkostir af þessu tagi eru, hins vegar, fremur sjald-
gæfir — eins og Adam Smith vakti reyndar athygli á — og Jónas
álítur að þeir kvikni helst í brjóstum okkar á erfiðum tímum:
Til eru þeir tímar, að tiltölulega auðvelt er að ná einingu. Þetta eru tímar
sterkrar og almennrar tilfinningar um sameiginlega ógnun eða hættu, hvort