Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
GLAPSTÍGIR OG GANGSTÍGIR
95
sem sú hætta kemur að utan eða innan. Slíkir tímar geta einnig fylgt í spor
djúpstæðrar reynslu, sem mönnum hefur fundist ógna sjálfri tilveru sam-
félagsins ... .16
Ekki verður annað sagt en allmikillar bölsýni gæti hjá höf-
undi. Góður árangur virðist leiða til upplausnar og stjórnleysis
hjá lýðræðisþjóðum, nema ógnir og skelfingar ríði yfir aldar-
fjórðungslega. Aukinn félagslegur þroski virðist vera eina und-
ankomuleiðin, en þó er það bót í máli að þjóðarskútan flýtur
vel, og ólíklegt að ábyrgðarlaus áhöfn hreint og beint sökkvi
henni:
Eðli þjóðfélaga er að leita jafnvægis. Sé farið of langt í eina áttina gerist
eitthvað, sem beinir straumnum aftur til upphafsins. Sérhver kraftur á sitt
mótvægi.lt
Þessi dapurlegu viðhorf minna á niðurstöður Georges Orwell
í frægum ritdómi um tvær bækur, Leiðina til ánauðar eftir Hay-
ek og The Mirror of the Past eftir Zilliacus.18 Orwell var sam-
mála Hayek, að útrýmingarbúðir, persónudýrkun og hernaður
væru fylgifiskar sameignarstefnunnar, en hann var einnig sam-
mála Zilliacusi, sem hélt því fram að kapítalismi leiddi til at-
vinnuleysis, samkeppni um markaði og hernaðar. Lausn Or-
wells var fólgin í einhvers konar áætlanabúskap, sem gæti heppn-
ast ef siðferði stjórnmálalífsins batnaði, en hann taldi litlar lík-
ur á slíkri viðreisn, enda höfðu þeir Hayek og Zilliacus ekki bent
á nýjar leiðir til að efla dyggðir manna.
Ókræsin saga jarðarbúa á tuttugustu öld gefur ekki tilefni til
að gera lítið úr geðflækjum þjóða. Ég álít þó að efnahagsvandi
vestrænna ríkja á áttunda áratugnum eigi sér ýmsar hagfræði-
legar skýringar sem vert sé að vekja athygli á, og kýs að halda mig
við hagsveiflur fremur en geðsveiflur.
Hvað er þá að segja um hina miklu verðbólgu áttunda áratug-
arins samfara vaxandi atvinnuleysi og stöðnun víða um lönd?
Eru til einhverjar hagfræðilegar skýringar? Ef stiklað er á stóru
koma þarna helst við sögu þrjú fyrirbæri: verðbólguvœnting,
ósveigjanlegt verðmyndunarkerfi og svonefndir framboðspústrar.
Stjórnvöld geta dregið úr atvinnuleysi með því að auka inn-