Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 99
SKÍRNIR
GLAPSTÍGIR OG GANGSTIGIR
97
in af áföllum í framleiðslu og aukinni verðbólguvæntingu. Átök
milli launþega innbyrðis, milli launþega og atvinnurekenda eða
milli byggðarlaga, til dæmis um það hver eigi að bera kostnað-
inn af orkukreppu, setja oft af stað víxlgang af ýmsu tagi sem
er skaðlegur fyrir alla aðila. Enda þótt það kunni að virðast und-
arlegt fjallar hefðbundin hagfræði ekki um samkeppni í venju-
legum skilningi orðsins, en það er hins vegar gert í nýlegri hlið-
argrein, leikjafræði (e. theory of games). Leikjafræði er notuð til
að fjalla um tafl ýmissa valdahópa, og það má sýna fram á með
einföldum dæmum að leiknum getur lyktað með einhvers konar
jafntefli, þar sem staðan er slík að leikendur eru allir verr settir
en áður.
Við þessar aðstæður getur vandi stjórnvalda verið gífurlega
mikill, eins og Jónas vekur réttilega athygli á, en til útskýringar
má taka dæmi af hegðun fólks sem horfir á kappleik. Nú er það
svo, að rísi áhorfendur í einni bekkjaröð á fætur sjá þeir leik-
inn betur en áður, en standi allir upp sér enginn betur en áður
og fólk þreytist á því að standa. Eigi að síður er það rökrétt að
rísa upp þegar aðrir hafa gert það, og jafnvel að verða fyrstur
til að spretta á fætur til að geta fylgst vel með góðri markspyrnu.
Ef fólk væri beðið um að sitja sem fastast mundi agaður áhorf-
endaskari væntanlega hlýða því. Verr mundi ganga ef allir liefðu
risið úr sætum sínum að fá einstaka aðila til að setjast aftur og
sýna með því gott fordæmi. Loks mundi óhlýðni færast í vöxt
eftir því sem meiri stundargróði væri fólginn í því að brjótast
undan aganum. Af kappleiknum er, til dæmis, stutt leið yfir á
vinnumarkaðinn, en á þeim vettvangi hafa stjórnvöld í vestræn-
um ríkjum lagt hart að verkalýðsfélögum ýmist að sitja kyrr eða
setjast niður. Árangurinn af þessu erfiði, af svonefndri launa-
stefnu, hefur víðast hvar verið enginn, þegar til langs tíma er
litið.
Við skulum snúa okkur næst að ofvexti velferðarríkisins, sem
sumir nefna svo. Frjálshuga hagfræðingar á borð við Milton
Friedman virðast margir hverjir ekki hafa áttað sig á því, að sé
þarna um raunverulegan ofvöxt að ræða þá er mál fyrir þá að
endurskoða kenningar sínar og hugmyndafræði. Friedman, og
reyndar stór hluti vestrænna hagfræðinga, er sannfærður um
7