Skírnir - 01.01.1982, Síða 101
Skirnir glapstígir og gangstígir 99
Hagfræðingar og tölfræðingar hafa öldum saman gert kannan-
ir á neysluvenjum fólks, en þær hafa jafnan sýnt að útgjalda-
munstrið breytist er tekjur aukast. Menn skipta um mataræði,
veita sér ýmsa munaðarvöru, fara í skemmtiferðir til útlanda og
verða áhugasamir um hreint loft og tært vatn. Jónas orðar þetta
svo að „ekkert knýi eins fram umskipti eins og mikill árangur",
en honum eru þá efst í huga ýmsar óhóflegar eða óskynsamlegar
kröfur sem geta skaðað þjóðarhag. Nú er það svo að frjáls-
hyggjumenn geta tæplega lýst sig andvíga þeim nýju óskum
sem frjálsir einstaklingar setja fram, er þeir efnast, enda kynni
að reynast erfitt að standa gegn þeim í lýðræðisríki. Það er jafn-
vel mögulegt að efnuð þjóð vilji láta hugsa fyrir sig og losna við
leiðigjarna ákvarðanatöku á ýmsum sviðum, rétt eins og auð-
menn á hvíldarhæli. Um þetta skal ekkert fullyrt, en því má ekki
gleyma að ný viðhorf og nýjar óskir, sem sigla í kjölfar aukinnar
velmegunar, geta haft afdrifarík áhrif á stofnanir þjóðfélagsins.
Reynslan bendir til, svo að dæmi sé tekið, að áhugi starfsfólks
á aðbúnaði á vinnustað, og að einhverju leyti á rekstri viðkom-
andi fyrirtækis eða stofnunar, aukist með bættum lífskjörum.
Það er því líklegt að krafan um meiri valddreifingu á vinnustöð-
um verði sett fram með vaxandi þunga á næstu áratugum. Ýms-
ar hugmyndir hafa heyrst og tilraunir verið gerðar með nýskip-
an í rekstri fyrirtækja — sumt vanliugsað, svo sem tillaga nor-
rænna jafnaðarmanna um að verkalýðsfélög eignist hlutdeild í
fyrirtækjum og verkalýðsforingjarnir gegni tveimur hlutverkum,
verði jafnframt kapítalistar hins nýja tíma. Starfsmannastjórn
fyrirtækja í Júgóslavíu er hins vegar merkasta tilraun af þessu
tagi sem gerð hefur verið. Enda þótt tæplega verði sagt að hún
hafi heppnast má draga mikinn lærdóm af reynslu Júgóslava. Á
þessum vettvangi eiga vestræn iðnríki eftir að bíta úr nálinni, og
mikið er undir því komið að vel verði á málum haldið.20
Lokaorð
í mannheimi eru góð ráð dýr. Miðstjórn atvinnulífsins er í
senn óhagkvæmt skipulag og liættulegt einstaklingsfrelsinu. Á
því leikur tæpast nokkur vafi. En jafnframt blasa við mikil
vandamál í löndum þar sem stundaður er markaðsbúskapur,