Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 102
SKÍRNIR
100 ÞRÁINN EGGERTSSON
enda þótt dreifing ákvarðana á frjálsum mörkuðum hafi gefist
betur en miðstýring.
Ríki er búa við lýðræðislegt stjórnarfar og stunda markaðsbú-
skap hafa af ýmsum ástæðum lent á villigötum. Ein skýringin er
sú að aðilar atvinnulífsins, launþegar og fyrirtæki, græða oft
meira á því að bræða sig saman fremur en að keppa hver við
annan, og leitast þá við, eftir því sem kraftar og aðstæður leyfa,
að útrýma samkeppninni og þjappa valdinu saman. Um lýð-
ræði má segja að það sé nokkurs konar samkeppni á sviði stjórn-
mála, en þar gætir einnig sömu tilhneiginga, og loks getur sam-
vinna milli stjórnmálamanna og valdsmanna í atvinnulífinu
verið mjög ábatasöm. Einokun af ýmsu tagi hefur oft í för með
sér ójöfnuð og óhagkvæmni, en jafnframt er hætt við, eins og
áður greindi, að illvígt valdatafl voldugra hópa leiði til einhvers
konar jafnteflis þar sem allir aðilar eru verr settir en áður. Aður
var þess getið að verðmyndunarkerfi þróaðra kapítalískra hag-
kerfa virðist hafa stirðnað af ástæðum sem ekki eru fyllilega ljós-
ar, en fyrir vikið er atvinnulíf þessara landa gífurlega viðkvæmt
fyrir hvers konar áföllum og lengi að rétta við. Einnig hafa yfir-
völdum víða um lönd orðið á mistök við stjórn efnahagsmála,
eða þá að aðstæður í stjórnmálum hafa ekki leyft nauðsynlegar
aðgerðir. Loks var nefnt að háar tekjur og góð lífskjör á Vestur-
löndum hafa breytt viðhorfum manna á ýmsan hátt, ekki síst til
vinnu, en það hefur skapað fjölmörg vandamál sem erfitt er að
leysa.
Jónas Haralz drepur á ýmsar skýringar í þessum dúr, oft með
öðru orðalagi, en kýs samt að leggja höfuðáherslu á félagslega
og sálræna þætti. Þessi afstaða kemur einkar skýrt fram er hann
fjallar um verðbólguvanda íslendinga. Jónas rekur þar skil-
merkilega hinar hagfræðilegu orsakir, sem hann gjörþekkir, og
nefnir meðal annars að íslendingar séu ekki iðnríki, eins og ná-
grannarnir, en vandamál okkar séu af svipuðu tagi og þau sem
aðrir „þróaðir framleiðendur hráefna“ glími við. En að svo
mæltu tekur hann ofan hagfræðihattinn og fræðir lesandann á
því að rök hagspekinnar lirökkvi skammt, undirrót vandans sé
önnur, nefnilega agaleysi, söguleg reynsla Islendinga og fleira í
þeim dúr. Vafalaust bólar þarna á vonbrigðum sem stafa af því