Skírnir - 01.01.1982, Page 103
SKÍRNIR
GLAPSTÍGIR OG GANGSTÍGIR
101
að stjórnmálaþref hefur á ýmsum tímum sett Jónasi og öðrum
hagfræðingum stólinn fyrir dyrnar og komið í veg fyrir nauð-
synlegar hagstjórnaraðgerðir. Þessi viðhorf eru í senn auðskiljan-
leg og réttmæt, en þrátt fyrir allt er ég sannfærður um að verð-
bólguvandinn verði ekki leystur með því að reyna að aga þjóð-
ina og hemja taumlausa græðgi hennar. Ég álít að lausnin hljóti
að felast í því að draga réttar ályktanir af þeirri afar sennilegu
tilgátu, að atferli íslendinga sé í megindráttum rökrétt viðbrögð
fólks er býr við hvikult atvinnulíf í happdrættisþjóðfélagi fisk-
veiðanna.
Á málflutningi erlendra hagfræðinga frjálshyggjunnar er oft
að heyra að ýmis öfugþróun og vandamál í kapítalískum ríkjum
stafi af misskilningi eða ókunnugleika á hinni einu sönnu
kenningu, og þess vegna einbeita þeir sér að öflugu fræðslu-
starfi. Ég vil ekki gera of lítið úr þætti ruglukolla í þjóðlífinu,
en tel samt óvænlegt til árangurs, svo að dæmi sé tekið, að reyna
að sannfæra launþega um það, að starfsemi verkalýðsfélaga, sem
margir frjálshyggjumenn liafa á hornum sér, sé byggð á misskiln-
ingi. Hagfræðingarnir virðast hafa gleymt þeirri grundvallarfor-
sendu fræðanna að allur þorri manna gæti vel einkahagsmuna
sinna og sé rökfastur í því efni. Fyrir vikið er gífurlega erfitt í
lýðræðisþjóðfélagi að hörfa til baka af villigötum eða gera rót-
tækar breytingar á stofnunum þjóðfélagsins, vegna þess að við
slíkar tilraunir má reikna með að ólíkir hagsmunir rekist á og
kjarnmiklir textar og eldmessur stoði lítt.
Frjálshuga hagfræðingar gerðu málstað sínum væntanlega
meira gagn, ef þeir beindu kröftunum í ríkari mæli en áður að
því að kanna orsakir og eðli þeirrar þróunar í þjóðfélagsmálum
sem þeir telja óæskilega og beittu við þær athuganir vísindaleg-
um vinnubrögðum liagfræðinnar. Niðurstöður slíkra rannsókna
gætu orðið traustur grundvöllur fyrir stórar og smáar endurbæt-
ur á lragkerfum hinna ýmsu ríkja er stunda markaðsbúskap.
Reyndar hefur töluvert starf þegar verið unnið á þessu sviði, og
má nefna til dæmis almannavalsfræði (e. theory of public choice)
Ameríkumannsins James M. Buchanan. Þess er þó tæplega að
vænta, að stórfelldar breytingar á skipan efnahagsmála verði
framkvæmdar í einum áfanga. Enda þótt frjálshyggjumenn og