Skírnir - 01.01.1982, Side 104
102
ÞRÁINN EGGERTSSON
SKÍRNIR
aðrir umbótasinnar, sem virða leikreglur lýðræðisins, liljóti að
hugsa hátt og leitast við að sæta lagi — minnugir orða Vilhjálms
og Helga:
í mannlífinu gætir flóðs og fjöru;
sé flóðsins neytt, er opin leið til gæfu,
en láist það, er lífsins sigling teppt
á grunnu lóni lítilmennsku og smánar.
— þá verða þeir yfirleitt að sætta sig við skorna skammta og láta
það nægja að lappa upp á hagkerfið.
Vila Nova de Cerveira í ágúst 1982.
1 Sbr. tilvitnanir Hayeks í skrif H. J. Laskis. Prófessor Laski taldi hættu
d því að þjóðnýting framleiðslutækjanna yrði hindruð með venjulegum
brögðum þingræðisins. Hann áleit því nauðsynlegt að „setja það skilyrði
fyrir áframhaldandi þingræði, að íhaldsflokkurinn lofaði að ónýta ekki
breytingar hennar [sósíalistastjórnarinnar], ef hún tapaði í kosninguin."
Leiðirt til ánauðar, bls. 60. Yfirlýsingar breskra hugsuða þess efnis að
efnahagsstefna Adolfs Hitler væri að mörgu leyti til fyrirmyndar jók
enn kvíða Hayeks.
2 Þær skorður sem ég hef reist verða til þess, rneðal annars, að ekki gefst
tóm til að ræða hugmyndir Friðriks Hayek um réttarríki og skipulagn-
ingu, eða þá hvers vegna verstu mennirnir ná valdinu og sannleikurinn
hættir að vera til í alræðisríkjum. Einnig verður látið hjá líða að kanna
málstað G.W.'F. Hegels, en Ólafur Björnsson lýsir skoðunum hans á
þann veg í Frjálshyggju og alrœðishyggju að naumast er unnt að ímynda
sér ógeðfelldari heimspeking. Ekki verður heldur fjallað um tilhneigingu
stjórnvalda í alræðisríkjum til að beita sjálfum vísindunum fyrir vagn
sinn, en skemmtilegasti kaflinn i Frjálshyggju og alrceðishyggju, 10. kafli,
fjallar einmitt um barattuvísindi og þar kemur vel fram fíngert skopskyn
Ólafs og einlæg fyrirlitning á hvers konar húmbúkki.
3 Ameríski hagfræðingurinn George J. Stigler setti fyrstur manna fram
formlegar kenningar um þetta efni kringum 1960. Á ensku nefnast fræðin
economics of information og economics of search.
4 Ekki gefst tóm til að færa ítarleg rök fyrir þessari skoðun, en þó má
drepa á tvennt. Annars vegar er skipan mála slík að fátt verður til þess
að hvetja ráðamenn fyrirtækja til að leggja sig fram um að bæta tæknina
og vörugæðin. Hins vegar raska hvers konar nýjungar, sem einstök fvrir-
tæki brydda upp á, hinni flóknu áætlanagerð miðstjórnar. Ný tækni
verður að koma að ofan og helst í stórum skömmtum með nokkru hléi
á milli, svo að kerfið fái að jafna sig. Hin hagnýta þekking býr hins