Skírnir - 01.01.1982, Page 106
104
ÞRÁINN EGGERTSSON
SKÍRNIR
tæknileg vandamál a£ þessu tagi í 9. kafla Frjálshyggju og alrœöishyggju.
Einnig er rétt að vekja athygli á ritgerð Jónasar, „Ríkisvald og hag-
stjórn", sem ég tel vera bestu greinina i Velferðarríki á villigötum. Þar
er fjallað á lærdómsríkan hátt um mál, sem höfundur gjörþekkir: sam-
skipti stjórnmálamanna og hagfræðinga og ýmis félagsleg og stjórnmála-
leg vandamál við framkvæmd efnahagsstefnu.
20 Tilraunin hefur að vissu marki kafnað í marxískri hugmyndafræði, en
jafnframt eiga Júgóslavar við ýmis stórfelld pólitísk og félagsleg vanda-
mál að stríða sem hafa haft sín áhrif. Hagfræðingar hafa einnig bent á
ýmsa tæknilega galla á júgóslavneska kerfinu, sem virðast hafa komið
fram i reynd, en þjóðin býr við mikla verðbólgu, gífurlegt atvinnuleysi
og skipting tekna, ekki síst milli landshluta, er afar ójöfn. Um efna-
hagsvanda Júgóslava er rætt í grein minni, „Verðbólga í framandi um-
hverfi; sósíalískur áætlanabúskapur og markaðssósíalismi", en hún birt-
ist í afmælisriti Ólafs Björnssonar, er Seðlabanki Islands gefur út síðla
árs 1982-
Hvað sem líður reynslu Júgóslava, er ljóst, að kostnaður almennra
starfsmanna við að tileinka sér og vinna úr upplýsingum sem lúta að
rekstri stórra framleiðslueininga er svo mikill að í reynd hljóta sérhæfðir
stjórnendur að koma til, og beint lýðræði við slíkar aðstæður er nánast
óframkvæmanlegt.