Skírnir - 01.01.1982, Page 107
GUNNAR STEFÁNSSON
Er skáldið sjálfssali?
Hugleiðingar um Ijóðabœkur frá árinu 1981
Árið 1981 er líklega ekki meira eða betra ,,ljóðaár“ en gengur og
gerist. Vitaskuld er tilviljun ein hvað út kemur af Ijóðasöfnum
ár hvert, að ekki sé nefnt hversu mörg þeirra má kalla athyglis-
verð. En uppskera ársins 1981 er sérstæð að því leyti að bækurn-
ar veita ávæning af íslenskri ljóðsögu í sextíu ár, geyma sýnis-
liorn kveðskapartísku í landinu á þessu langa skeiði. Óvenju-
margir kunnir höfundar létu frá sér fara ljóðabækur. Sá elsti
þeirra sem hér koma við sögu stóð á áttræðu, kom fram á sjónar-
sviðið upp úr 1920. Yngstu höfundarnir eru fæddir á sjötta ára-
tugnum og mótaðir á hinum áttunda. Á milli þessara skálda
standa svo kreppuskáld, formbyltingarmenn og atómskáld og
sporgöngumenn þeirra, svo og þeir sem halda uppi braghefð
þjóðarinnar. Síðan eru alltaf uppi skáld sem torvelt er að draga
í bókmenntasögulegan dilk, standa utan við meginstrauminn. í
ljóðabókum ársins leikast þannig á sem jafnan hefðir og nýmæli;
þar má líka greina andblástur gegn Ijóðlist sem eitt sinn var
nýstárleg en er nú föst í sessi.
Þessi grein er ekki ljóðabókatal ársins og ekki var reynt að
afla skipulegrar vitneskju um allt ljóðakyns sem út kom. Hún
er aðeins lítilsháttar skoðun á íslenskri ljóðagerð í ljósi nokk-
urra bóka frá síðasta ári. Við samningu hennar voru handbærar
fjórtán ljóðabækur, en þær hljóta að skipa mjög misstórt rúm í
þessu samhengi. Endurútgáfur eða ljóðasöfn koma hér ekki til
álita. Ein þeirra bóka hefur þó nokkra sérstöðu, Ljóð Vilborgar
Dagbjartsdóttur, sem er endurprentun ljóðabóka skáldkonunn-
ar, að viðbættum nokkrum hluta sem áður hefur aðeins birst í
tímaritum. Þetta er fallegt safn sem leiðir í ljós hve fágaður og
geðþekkur hlutur Vilborgar er í samtímaljóðagerð vorri. Um