Skírnir - 01.01.1982, Page 108
106
GUNNAR STEFÁNSSON
SKÍRNIR
bókina verður þó ekki fjallað á sama grundvelli og aðrar ljóða-
bækur ársins og læt ég því nægja að geta hennar í upphafi máls.
Á áttræðisafmælinu gaf Kristmann Guðmundsson út nýja
Ijóðabók, Haustljóð. Nafnið kallast raunar á við heiti fyrstu
bókar Kristmanns, Rökkursöngva 1922, sem hann gaf út áður
en hann hélt til Noregs og hóf sagnaritun. Og andinn í ljóða-
gerð skáldsins hefur furðulítið breyst á sextíu árum, þótt nýja
bókin beri að sjálfsögðu svip ellinnar. Rökkursöngvar voru í
anda þeirrar kveðskapartísku sem rutt hafði sér til rúms í fyrstu
bókum Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefánssonar fáum árum
fyrr. Einkenni hennar voru angurværð, óheft tilfinningatjáning,
þjóðkvæðastíll; og allt þetta bera ljóð Kristmanns vitni um. f
Haustljóðum kveður hann enn Vikivaka og Þulu, minnist fornra
ásta og horfinna huldumeyja, auk þess sem hann kvartar undan
rangsnúinni samtíð. Bókin er að sönnu misjöfn, sitthvað í henni
fellur dautt, en hún ber því þó vitni að ljóðræni strengurinn
kveður enn við hjá Kristmanni líkt og ómur frá æskudögum.
Hefði hann vafalaust orðið hlutgengur meðal nýrómantískra
ljóðskálda ekki síður en sagnaskálda, hefði hann lagt fyrir sig
kveðskap. Gleggsta dæmi þess hve fastheldinn Kristmann er á
brag æskuáranna er e. t. v. að í Haustljóðum má finna endur-
kvcðið ljóð úr Rökkursönguum, Svefnljóð. Nú er það svona:
Syngdu við mig svefnljóð,
sól í æginn hnígur,
og úr næturhúmsins hyl
hálfur máni stfgur.
Syngdu við mig svefnljóð,
svo að helst mig dreymi
um það, sem ég ekki fékk
að eiga í þessum heimi.
Syngdu við mig svefnljóð,
sælt er í faðmi þínum,
svo ég gleymi hjartans hryggð
og heimskupörum mínum.
Syngdu við mig svefnljóð.