Skírnir - 01.01.1982, Page 109
SKÍRNIR
107
ER SKÁLDIÐ SJÁLFSSALI ?
Þótt tíska og tíðarandi breytist eru jafnan uppi skáld sem lítt
eða ekki verða snortin af þvílíkum hræringum. Guðmundur
Ingi Kristjánsson er að vísu yngri maður en Kristmann, en kveð-
ur þó að nokkru samkvæmt eldri hefð; hann tignar ættjörðina,
sveitina og lífið þar, syngur lof þeirri góðu og gjöfulu mold sem
hann á líf sitt bundið sem bóndi og ræktunarmaður. Bækur hans
allar kenndar til sólar. í hinni síðustu, Sólfari, er raunar fátt af
þeim sveitalífskvæðum Guðmundar sem bera með sér moldar-
eim og töðuangan þegar best lætur. Hér er töluvert af tækifæris-
Ijóðum sem öll eru eftir nótum aldamótaandans, svo sem Hrafns-
eyrarljóð í minningu Jóns Sigurðssonar. Skáldið hefur raunar
góð tök á íþrótt tækifærisljóðsins, brag þess og hugmyndaforða,
en slíkur kveðskapur kemur óhjákvæmilega á skjön við það sam-
félag sem hann hlýtur að vera ætlaður. Guðmundur Ingi hug-
leiðir landsins gagn og nauðsynjar (offramleiðslu landbúnaðar-
afurða o. s. frv.), hyllir heimahéraðið og minnist genginna stór-
menna. í nokkrum ljóðum nær skáldið sér niðri á sínum per-
sónulega gamla tóni. Eitt besta dæmi þess er Hjá lífsins tré vor-
ið 1980:
í dag er vor ura sveit og sæ
og sumar yfir hverjum bæ.
Það lyftir blómi, litkar jörð
og lifgar fræ.
Hjá lífsins tré með græna grein
við göngum saman tvö og ein.
Og vorið strýkur viðartein
og vermistein.
Og gangur lífsins gremjulaust
mun geyma vorið fram á haust
ef lund er glöð og hugur heill
og höndin traust.
Að aldri er Kristján frá Djúpalæk næstur ljóðskálda ársins,
Iiann gaf út Fljúgandi myrkur, þrettándu bók sína frá 1943.
Kristján er litlu eldri en formbyltingarskáldin svonefndu, en
gekk aldrei til móts við þau, til þess á ljóðhefðin of sterk ítök
í honum. Hann á létt um mál og brag, gat einatt verið smellinn,