Skírnir - 01.01.1982, Page 110
108 GUNNAR STEFÁNSSON SKÍRNIR
en frumlegt skáld er hann ekki. Hnyttni gætir lítið í þessari
nýju bók og glettnin er horfin. Bókin er furðu einhæf; inntakið
raunar mest umkvartanir vegna aldurs. Hér verða fyrir ljóð-
myndir sem hvarvetna liggja við götu: um blómið, æviveginn,
myrkrið, lækinn o. s. frv. Ljóðin í bókinni eru öll stutt, skáldið
freistar þess að hnitmiða stíl sinn. Það tekst raunar stundum
basrilega en heildarsvipur bókarinnar er daufur.
Seinni ljóðabækur Jóns úr Vör hafa engu breytt um bók-
menntasögulega stöðu hans sem margoft hefur verið lýst. Hann
er ekki róttækur formbyltingarmaður og enginn módernisti. En
hann sló nýjan tón með hinum háttfrjálsu, lágmæltu og næm-
legu þorpsljóðum sínum. Kunn eru þau ummæli Steins Steinars
að Jón þræði „einstigi milli skáldskapar og leirburðar". Þessi orð
eru að vísu tvírætt lof, en fela í sér að stílsháttur af því tagi sem
Jón úr Vör iðkar er vandmeðfarinn, enda liafa eftirkomendur
einatt misstigið sig. Ljóðið bjargast við einn saman hugblæinn,
svipt þeim listbrögðum sem gefa lýrík skáldskaparlíf að jafnaði.
Regnbogastigur sem Jón gaf út á síðasta ári er eins og sumar
aðrar seinni bækur hans afgangar og svipmyndir, skissur, falleg-
ur texti en nær ekki að lyfta sér. Slaknað hefur á þeirri spennu
sem stundum brá fyrir í Mjallhvítarkistunni. Skáldið bregður
enn upp myndum frá kyrrlátum hversdegi aldraðs manns, með
undirstraumi ára og reynslu, en heiðum og fögrum þrátt fyrir
kvöldkulið. Þessi ljóð eru víða gædd þeim nákomna tónblæ sem
Jón úr Vör á einn. Tökum til dæmis Um hendur:
Ég virði fyrir mér
hendur þínar,
fingur þínir svo ljósir
og grannir
leika
á strengi þagnarinnar
og við höfum það
fyrir undirspil
við orð þín
þegar þú talar
meðan við bæði
bíðum
vökum og bíðum.