Skírnir - 01.01.1982, Page 111
SKÍRNIR ER SKÁLDIÐ SjÁLFSSALI? 109
Sem fyrr fæst Jón við þýðingar norrænna ljóða og gerir það
smekklega. í Regnbogastig eru ljóð eftir fimm skáldkonur, fjór-
ar samtíðarskáld, hin fimmta sjálf Edith Södergran, einn af for-
göngumönnum nútímaljóðagerðar á Norðurlöndum. Áhrif
sænskra skálda á Jón úr Vör og reyndar ýmsa aðra meðal ís-
lenskra skálda á sama reki eru rannsóknarverð; undrunarefni að-
eins hversu seint þessi ljóðagerð skilaði áhrifum sínum hingað
þrátt fyrir stöðugan samgang við Norðurlönd.
Ferill Stefáns Harðar Grímssonar er býsna sérstæður. Faruegir
er annað ljóðakver hans eftir Svartálfadans, hina fögru atóm-
ljóðabók 1951. Skáldskapur Stefáns hefur leitað í átt til æ meiri
hófsemi, orðið æ dulari og einkalegri. Farvegir halda fram sömu
stefnu og Hliðin á sléttunni. Skáldið iðkar sem fyrr leik sinn á
mörkum draums og vöku, en heldur svo í við sig að aldrei verð-
ur uppi súrrealískt hugflæði; hann lætur sér tíðum nægja eina
mynd sem stafar frá sér einkennilegri birtu.
Stillum í hó£ sögum um göfugan uppruna
en hefjum til dæmis söng fyrir fugla.
Svo segir hér. Það er eftirtektarvert hversu vantrúin á mátt
orðsins og möguleika til að túlka það sem mestu varðar hefur
sett mark sitt á mikið af skáldskap okkar tíma. Þetta vantraust
hefur alið af sér margt hið dýpsta og sannasta í nútímaljóð-
list. Ljóð Stefáns Harðar eru með einhverjum hætti sjálfum sér
næg, hinar sérkennilegu hugmyndir sjálfvaktar, fremur en
sprottnar af skoðun ytri veruleika. Til að mynda bregður bein-
um vísunum vart fyrir í bókinni; þó má benda á skemmtilega
notkun álfameyjarinnar í Ólafi liljurós (Hin fjórða, Bergið).
Það er heimur álfanna sem hér er lýst, heimurinn bak við heim-
inn, raunverulegri en raunveran sjálf. Hvernig ber til dæmis að
skilja þessa ferð sem lýst er í einu fegursta ljóði bókarinnar?
Allt:
í staðinn hugsar maður um eitthvað sem er fext
og hvernig því fari vindur í faxi
en við skulum ekki nota orð
fyrir alla lifandi muni ekki orð
ég bara hangi í hárinu á þér
og sjórinn er fyrir neðan