Skírnir - 01.01.1982, Page 114
112
GUNNAR STEFÁNSSON
SKÍRNIR
Ég óttast lausnir, og lokaðan hring,
ég lifi í september árið um kring.
Ég reisi mér brú senr hvelfist hátt,
úr hugmyndum augans, á sundið blátt;
blátt er formlaust, ein formleg önd,
fagurbrún, tengir ey og strönd.
Ljóðaflokkurinn Anecdota pastoralia er einn skemmtilegasti
hluti bókarinnar, mætti kallast athugasemdir við sögur og kvæði.
Dulast og uggvænlegast er ef til vill Hús á Kjalarnesi, en af bók-
menntalegum ástæðum er meiri freisting að tilfæra annað, Með
hliðsjón af Gunnarshólma:
Úr lausum fjölum fellur merking saman
og fyrr en varir kvæði rís;
sjálfsauglýsing um gagnsemd sína og gaman,
þess gestur verður hverskyns vís
um íbúð sína af fordild þess að framan;
eitt fánýtt hús á borð við Paradís.
Hér er það sjálfsgildi kvæðisins, sá hugmyndaheimur sem það
sjálft er, opið lesanda, sem haldið er á loft. Og leggist menn nú
djúpt í skáldskaparfræðinni! — Hér er einnig að finna sérkenni-
leg kvæði í minningu einstakra manna. Fegurst þeirra er fortaks-
laust Vormorgunn á Húsavík (Hugsað til Iíarls Kristjánssonar);
umhverfismyndin dregin upp föstum, næmlegum dráttum,
munúðarfull skynjun, — og minning mannsins sem hugsað er til
fellur í eitt með sviðsmyndinni; — loks kemur niðurstaðan
óhagganleg:
Nú reiknum vér oss reisn vors lands
að réttum erfðalögum.
Um arfahlut vors innra manns
fer eyðing ljósum dögum.
í fyrri bók Kristjáns var dauðinn áleitið viðfangsefni. Hér
virðist mér það einkum minningin og áraun tímans — sem er
raunar aðeins lítið eitt annað sjónarhorn. Skáldið býður enga
huggun eða lausn undan oki daganna, en bregst við því með af-