Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 115
SKÍRNIK ER SKÁLDIÐ SJÁLFSSALI? 113
stöðu sem slær sviga utan um klisjur hugmyndagerva. — Kvceði
81 er sérstæðust ljóðabóka ársins, fjölbreytilegra og seintekn-
ara verk en fyrri bók Kristjáns. Hér eru Ijóð sem sækja
efnivið í dvöl höfundar vestan hafs. Framlag Kristjáns auðgar
samtímaljóðlist vora en er líklega of sér á parti til að hafa áhrif
á aðra höfunda svo að einhverju nemi. Undirfurðulegur kveð-
skapur af þessu tagi er ekki beinlínis mál aldarinnar.
Allir þeir höfundar sem nú voru taldir eru á miðjum aldri og
þar yfir, meira og minna kunnir af skáldskapariðju síðustu ára-
tugi. Svo er einnig um þá fjóra höfunda sem næst verða nefndir.
Öld fíflsins eftir Gunnar Dal eru rímaðar (oft raunar flatrím-
aðar) hugleiðingar um samtímann, „lífið og tilveruna“ eins og
sagt er. Þessi bók er eftirtektarverðust fyrir það að nú hefur þessi
dulhyggjumaður og kynnandi austrænna fræða hafnað í krist-
inni guðstrú. — Kertaljósið granna eftir Helga Sæmundsson er
fjórða ljóðabók hans á fáum árum. Hún er vitnisburður um
mann sem hefur lifað í skáldskap alla ævi og er handgenginn
ljóðagerð síðustu áratuga. Bókin dregur dám af nýrómantísku
erfðagóssi, þó með þeirri áorkan formbyltingar að ljóðstafir og
rím víkja einatt, stundum aðeins það fyrrnefnda sem er fremur
óvenjulegt (sbr. þó síðustu ljóðabók Jóns Óskars, Þú sem hlust-
ar). — Með sand í augum eftir Jónas Guðmundsson, hinn fjöl-
virka listamann, er fremur alvörulítill kveðskapur, en þegar best
lætur með upprunalegu saltbragði.
Kvennabókmenntir hafa sem kunnugt er verið á dagskrá síð-
ustu ár og liggur við að verk sé nú talið athyglisvert fyrir það
eitt að láta uppi kvenlega reynslu. Frá því sjónarmiði kann að
mega skoða bók Steinunnar Eyjólfsdóttur, Villirim. Þetta er
mest flatur texti, „raunsæisljóð" úr hversdagslífinu sem óvíða
kvikna til skáldskaparlífs, til þess kann liöfundur alltof lítið til
verka. Sums staðar bregður þó fyrir ferskri skynjun og húmor.
Vel má tilfæra þetta ljóð úr reynsluheimi húsmóður, Þú fagra
veröld —:
Stórfenglegt útsýni!
Ausur, pottar, diskar og dallar
allt í einni bendu.
Tómar fernur, fúlar allar
8