Skírnir - 01.01.1982, Page 119
SKÍRNIR ER SKÁLDIÐ SjÁLFSSALI? 117
Atómskáldin sem fram komu upp úr seinni heimsstyrjöld
fara nú senn að verða mosavaxin í bókmenntasögunni. Nýlegt
rit Eysteins Þorvaldssonar má verða tilefni til að endurmeta að
nokkru hlutverk þeirra (sbr. einnig grein Ólafs Jónssonar í
Skírni 1981). Tilkoma hins frjálsa ljóðstíls var vafalaust söguleg
nauðsyn; þar voru raunar aðrir höfundar farnir á undan atóm-
skáldunum eins og oft hefur verið bent á. En þegar dýpra er
skyggnst í nýjungar þær sem atómskáldin báru fram sjáum við
að einatt voru þær á ytra borði en snertu ekki hin dýpri lög máls
og hugsunar. Módernismi sem undir því nafni stendur felur í sér
sundrun hvors tveggja, og slíkt er ekki að sjá lijá öðrum atóm-
skáldum en Sigfúsi Daðasyni og Hannesi Sigfússyni, og að
nokkru leyti hjá Stefáni Herði.
Umræða um atómskáldskap, formbyltingu, módernisma eða
hvað menn kalla það, hefur verið næsta yfirborðsleg oftast nær.
Og ekki verður sagt að Eysteinn Þorvaldsson leggist djúpt í þetta
efni. Hann staðnæmist einkum við hin ystu formseinkenni, en
bók hans er eigi að síður fróðleg um margt. — Eitt af því sem
deilt hefur verið um eru álirif Steins Steinars á atómskáldin. Jón
Óskar hefur í minningabókum sínum gert sem minnst úr áhrif-
um Steins á sig og félaga sína og raunar lítið úr nýjungagildi
ljóða Steins, þar með Tímans og vatnsins. Samt er það svo að
ekki munu önnur samtíðarskáld sérkennilegri en hann, en per-
sónuleiki hans í ljóðunum slíkur að ekki verður eftir þeim líkt.
Úr því hér er vikið að Steini má nefna nýlega umfjöllun Silju
Aðalsteinsdóttur um exístensíalisma í verkum hans (Skírnir
1981). Um pólitískar hugmyndir Steins segir þar m.a.:
Eitt a£ því sem eflaust varð Steini til nokkurrar mæðu á árum kreppu og
stríðs var að hann skyldi ekki vera sanntrúaður kommúnisti eins og lenskan
var þegar hann byrjaði að yrkja. En meinið var að Steinn var aldrei marx-
isti. Þó var hann róttækur, og enginn var hann talsmaður ríkjandi stéttar,
en hann var að eðlisfari gagnrýninn á allt sem reynt var að fella í form, koma
í kerfi, hvort sem það var kerfi kirkjunnar eða Karls Marx. Hann sá ekki
heiminn í kerfi framleiðsluafstæðna eða sem útskýranlegt millispil undir-
stöðu og yfirbyggingar, hann sá heiminn í brotum.
tlvað sem líður „mæðu“ og „meini“ sem Steinn hafði af því
að gleypa ekki hugmyndir marxismans, er hér vikið að kjarna-
atriði sem fræðimaðurinn hliðrar sér hjá að ræða. Það er sú bar-