Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 121
SKÍRNIR ER SKÁLDIÐ SJALFSSALI? 119
inni, svo giipið sé til orðafars félagsfræðinga, tískufræðimanna
samtímans? Auðvitað er freistandi að setja bókmenntirnar þann-
ig upp fyrir sér og hefur enda oft verið gert. (Sbr. Sveinn Skorri
Höskuldsson: Að yrkja á atómöld, 1970.) En við skyldum varast
að festast í slíkri sjálfvirkri söguskoðun. Samkvæmt henni er
skáldið sjálfssali, átómat sem spýtir því einu úr sér sem ráðandi
þjóðfélagsöfl kalla fram.
Lífsvon bókmennta sem áhrifaafls í menningarlífinu er fólgin
í þeim sem neita að skáldið sé sjálfssali. Þeim sem ekki vilja
japla á hvaða tuggu sem þá stundina gengur frá manni til
manns, munni til munns. Hráar tískuhugmyndir, þó þasr séu
aðeins gamalt góss eins og „stéttabarátta", „kvenfrelsi", geta um
skeið tekið ráðin af hugsun manna og skynjun. Lífvænlegur
skáldskapur verður ekki til af því að henda á lofti fok sem
vindar bera að úr öllum áttum. Skáld er sá sem brýtur gegn
hefðgrónum, sjálfvirkum hugsunarhætti. Einungis í krafti trún-
aðar við sjálft sig getur skáldið vísað öðrum veginn. Ef samtíðin
telur sig þá þurfa á leiðarvísun skáldsins að halda.
BÆKUR SEM GETIÐ ER í GREININNI:
Einar Már Guðmundsson: Róbinson Krúsó snýr aftur, Iðunn.
Guðmundur Ingi Kristjánsson: Sólfar, Menningarsjóður.
Gunnar Dal: Öld fiflsins, Víkurútgáfan.
Helgi Sæmundsson: Kertaljósið granna, Skákprent.
Jón úr Vör: Regnbogastigur, Menningarsjóður.
Jónas Guðmundsson: Með sand i augum, Skákprent.
Kristján frá Djúpalæk: Fljúgandi myrkur, Helgafell.
Kristján Karlsson: Kvceði 81, Skuggsjá.
Kristmann Guðmundsson: Haustljóð, Almenna bókafélagið.
Matthías Johannessen: Tveggja bakka veður, Almenna bókafélagið.
Stefán Hörður Grímsson: Farvegir, Iðunn.
Stefán Snævarr: Sjálfssalinn, Mál og menning.
Steinunn Eyjólfsdóttir: Villirim, Letur.
Sveinbjöm I. Baldvinsson: Ljóð handa hinum og þessum, Almenna bóka-
félagið.
Vilborg Dagbjartsdóttir: Ljóð, Mál og menning.