Skírnir - 01.01.1982, Page 125
SKÍRNIR ÞJÓÐFRÆÐI OG BOKMENNTIR 123
fræðigreinar, þurfa því ekki að vera mönnum fjötur um fót hér
á landi. Segja má, að hér hafi verið farið heldur vel af stað með
hugtakanotkun. Þjóðfrœði sem heildarheiti er tekur til greinar-
innar allrar er lipurt orð og mátulega langt og birtir auk þess
nokkuð augljóst þá tvenns konar merkingu sem fræðigreinin
kallar á: annars vegar fræði þjóðarinnar sem lifa á vörum manna
og hins vegar fræðin um þjóðina. í síðarnefndu merkingunni
seilist þjóðfræði nokkuð inn á vettvang mannfræðinnar, en sú
hefur einmitt orðið raunin á þar sem þjóðfræði hefur hafist til
vegs, að lögð er stund á hana í nánum tengslum við mannfræði.
Getur þá stundum verið skilgreiningaratriði hvort um mann-
fræði eða þjóðfræði er að ræða.17 Engilsaxneska málnotkunin
sem áður gat, þar sem talað er um félagslega mannfræði eða
mannfræði á vettvangi menningar, undirstrikar einmitt þennan
eðlilega skyldleika og þessi eðlilegu tengsl.
Þá kemur að því hvernig nefna skal andlega, verklega og fé-
lagslega þjóðmenningu, þegar fjallað er um þessa þætti sérstak-
lega. Enda þótt víða beri hæst í þjóðfræði nú um stundir þau
viðhorf að líta til þjóðmenningarinnar í heild og kanna hvern
þátt hennar með hliðsjón af öðrum þáttum, þá er einnig nauð-
synlegt að eiga heiti yfir einstaka þætti og einstök viðfangsefni.
Sú hugmynd var sett fram mjög snemrna að skipta þjóðfræði í
tvær megingreinar eins og um sinn var gert víða um Norður-
lönd og greina þá á milli andlegrar og verklegrar menningar.18
Þessu bregður fyrir hjá Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili þegar
árið 1908, er hann segir á þessa leið: „Þjóðsagnafræðin (Folklor-
istik) er ný vísindagrein, og ekki fullkomnuð enn, enda er margt
ófundið og óþekkt enn, sem getur leiðbeint á niðurstöður, sem
enn eru ekki komnar fram.“19 Á hinu leitinu hafði Jónas Jónas-
son svo þjóðhættina, sem lengst hafa lialdið nafni hans á lofti.20
Þessi tvískipting hefur fyrir nokkru runnið sitt skeið á enda og
er nú á Norðurlöndum yfirleitt gert ráð fyrir þrískiptingu þjóð-
fræðinnar og er þá þriðji þátturinn félagslegur vettvangur þjóð-
menningarinnar.21 Mun ég hér á eftir í stuttu máli leitast við að
gera grein fyrir þeim nafngiftum sem beinast liggja við í ís-
lensku máli að minni hyggju.
Þjóðsagnafrœði sem Jónas Jónasson nefnir svo er skilgreind í