Skírnir - 01.01.1982, Page 127
SKÍRNIR ÞJÓÐFRÆÐI OG BOKMENNTIR 125
ingu, félagsskipan mannlífsins, félagstengsl ýmis og umgengnis-
hætti fólks, m. a. innan fjölskyldu og heimilis, en einnig í at-
vinnu- og félagslífi. Siðir og siðvenjur ýmsar, sem stundum hafa
verið flokkuð með þjóðháttum, hafa á síðari tímum öllu fremur
verið tekin sem viðfangsefni innan þjóðlífsins og má segja að
það sé fyrir margra hluta sakir nærtækara eðli málsins sam-
kvæmt.23 Ekki er ástæða til að tala um þjóðlífsfræði sérstaklega,
heldur aðeins um rannsókn á þjóðlífi sem eitt af viðfangsefnum
þjóðfræði. Slíkar rannsóknir hafa á síðari tímum orðið snar
þáttur í þjóðfræðirannsóknum víða um lönd jafnframt því sem
fræðimenn hafa beint augum að heildinni og reynt að sjá við-
burði liðins tíma í heildarsamhengi þar sem hvað er öðru háð.26
Þjóðtrú er ekki sérstök grein innan þjóðfræðinnar, en teng-
ist þar öllum greinum og gegnsýrir einstaka þætti. Þar fyrir er
ekkert sem hindrar að um þjóðtrú sé fjallað sérstaklega. Þjóð-
trúarhugtakið er oft óljóst afmarkað og merking þess nokkuð á
reiki. Mér virðist eðlilegt að nota það í yfirgripsmikilli og al-
mennri merkingu um það sem þjóðin trúir. Með þjóðinni er þá
átt við allan þorra fólks í öllum stéttum og hópum. Þannig skil-
greind hlýtur þjóðtrúin einnig að fela í sér hluta af hinum
opinberu, viðurkenndu trúarbrögðum. Rétt er að taka fram, að
þjóðtrú er stundum skilgreind nokkuð á annan veg en hér er
lagt til.27
II
Þjóðfræði er eitt, bókmenntir annað. Þetta var Grimmsbræðr-
um vel ljóst, er fyrstir manna gáfu út þjóðsögur sem vísindaleg
gögn og lögðu þannig grundvöllinn að þeirri afstöðu til þjóð-
fræði sem síðan hefur í orði kveðnu ríkt um söfnun og meðferð
efnis sem sótt er í munnlega geymd. I ávarpi sem Jacob Grimm
tók saman og dagsett er 22. janúar 1811 setti hann fram kröfur
um hvernig staðið skyldi að söfnun efnis úr munnlegri geymd
og hvernig með það efni skyldi farið. Þar segir m. a., að safna
skuli öllum sögum og fróðleik hvar svo sem slíkt sé að finna,
hvort sem það sé á réttu og sléttu máli óbundnu eða bundið í
stuðla. Allt skuli skrifa nákvæmlega niður án þess að breyta staf
(buchstabentreu aufgezeichnet), með öllum svokölluðum endi-