Skírnir - 01.01.1982, Page 129
SKÍRNIR ÞJÓÐFRÆÐI OG BOKMENNTIR 127
Einnig er rétt að vekja athygli á því, að Jón Árnason hafði ekki
undir höndum hina upprunalegu þjóðsagnaútgáfu Grimms-
bræðra. Hann segir í bréfi til Konrad Maurers 17. september
1859 á þessa leið m. a.:
því þó ég hafi Grimms Kinder und Hausmarchen á dönsku, verður ekkert
ráðið af því, hvernig frágangurinn er á Grimms eigin útgáfu.33
Eins og kunnugt er var formála Jóns Árnasonar hafnað og
Guðbrandur Vigfússon ritaði formála í hans stað sem birtist með
fyrra bindinu af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum.34 Er fróð-
legt að bera orð Guðbrands um sama efni saman við ofanritaða
tilvitnun í formála Jóns. Guðbrandur segir:
En um sögurnar sjálfar er það að segja að þær koma Ixér fram flestar að
mestu óbreyttar eins og sögumenn út um landið hafa ritað þær upp og
sent þær Jóni Ámasyni sem á þann hátt hefur verið sem ritstjóri safnsins
fremur en höfundur. Bera því sögurnar ýmsan blæ eftir sögumönnunum út
tim landið. Eru sögurnar því miklu fjölbieyttari að orðfæri en annars væri
ef einn maður hefði sagt allar eða fært í letur; enda virtist best hæfa að
fara svo að þar sem svo margir bændur kunna engu verr og oft betur en
lærðir menn að setja á pappír sögur og hvað arxnað; en með því engar mál-
lýskur eru í landinu i líkingu við það sem er í öðram löndum þá er allt
fyrir það allt af einu bergi brotið svo engin fjórðungamót finnast á sögum
þessum. Það skiptir þó að sumir fara betur með sögur en aðiir; þó vonum
vér að allflestar reynist í góðu lagi og beri þess vott að menn kunni enn að
segja sögur á íslandi, ekki síður ungir menn en karlar og kerlingar svo þessi
bók þarf ekki að óttast að verða nefnd kerlingabók fyrir þá skuld.35
Hér eru áherslur allt aðrar en í formála Jóns, enda þótt ekki
sé ýkja miklu vikið við. En meðferð Jóns á efninu og hve ber-
lega hann vék frá þeim reglum sem mótaðar höfðu verið í Þýska-
landi gæti hafa verið ein af ástæðum þess að Guðbrandur, Jón
Sigurðsson og Konrad Maurer höfnuðu formála hans.38
Jónas Jónasson frá Hrafnagili hefur að líkindum aldrei séð
formála Jóns Árnasonar.37 Hann var því ósnortinn af þeim við-
horfum sem þar komu fram er hann ritaði árið 1908 á þessa leið
um söfnun Grimmsbræðra:
Þeir létu sögurnar halda sér, bæði að máli og búningi, eins og karlarnir og
kerlingamar sögðu þær, enda er safn þeirra frægt orðið um heim allan, og