Skírnir - 01.01.1982, Page 132
130 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON SKIRNIR
stökum greinum aðskildum og er athyglisvert að sjá hve fræði-
legum tökum hann tekur þetta efni á árdögum vísindalegrar
flokkunar í þjóðsagnafræði. Á þeim tíma sem liðinn er eftir að
Sigurður Nordal ritaði þessi orð hafa fjölmargar þjóðsagnafræði-
legar rannsóknir verið gerðar víða um heim sem grundvallast
hafa á sömu forsendum og hann leggur hér til.43 Sérkenni þjóð-
sögunnar sem hann dregur hér fram hafa einnig fengið m?rg-
víslegan stuðning í rannsóknum fræðimanna annarra landa.44
Mörkin sem hann dregur á milli þjóðsögunnar annars vegar og
bókmennta hins vegar eru einnig sígild og til þess fallin að
standast tímans tönn.
Fjórum árum eftir að Sigurður Nordal birti þessa stefnumót-
andi grein um þjóðsögur og þjóðsagnarannsóknir kom út yfir-
gripsmikið rit Einars Ól. Sveinssonar Um íslenskar þjóðsögur.
í þeirri bók víkur höfundur að efnismeðferð í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar og segir:
Frásögn hinna bestu skrásetjenda hefur Jón látið halda sér, en hjá hinum
hefur hann breytt orðfæri, og því meira sem því er meira ábótavant, gert
það styrkara, hreinlegra og íslenskulegra, og væri það lærdómsríkt að sýna
aðferðir hans í þessu efni. Mjög er Jóni annt um að láta haldast allt, sem
einkennilegt er í orðavali, orðatiltækjum eða þvílíku. Hann er frábitinn hin-
um stirða og dönskuskotna stíl 18. aldar, líkt og flestir samtimamenn hans,
og fágar af slíka bletti.45
Nokkuð kemur á óvart hve athugasemdalaust er lýst hér breyt-
ingum Jóns Árnasonar á handritum safnenda sinna og allt að því
lögð blessun yfir breytingar hans. Að vísu bætir Einar Ólafur
við á næstu blaðsíðu:
Hitt er annað mál, að þó að „íslenskar þjóðsögur" stæðu nær munnlegri
frásögn en tíðkanlegt var erlendis á þeim tíma, mundu íslenskir vísinda-
menn óska þess, að eiga meira af þjóðsögum, sem væru ótvíræðlega orðrétt
skrifaðar upp eftir alþýðusögn.46
Ekki er ljóst hvað Einar Ólafur á við þegar hann talar um það
sem tíðkanlegt hafi verið erlendis á þeim tíma er Jón Árnason
var að safna þjóðsögum hér á landi. Hann er þar örugglega ekki
að skírskota til Grimmsbræðra, en gæti haft í huga einhverja