Skírnir - 01.01.1982, Page 133
SKÍRNIR ÞJÓÐFRÆÐI OG BOKMENNTIR 131
þjóðsagnasafnara á hinum Norðurlöndunum, sem sumir hverj-
ir fóru frjálslega með efni og heimildarmenn.47 Undir þá ósk
hans er hins vegar hægt að taka heils hugar, að æskilegt væri að
eiga sem mest af þjóðsögum sem örugglega væru ritaðar orðrétt
eftir alþýðusögn. En svo vill til, að hagur okkar er ekki eins
slæmur í þessu tilliti og virst gæti af tilvitnuðum orðum. Hand-
ritin sem Jóni Arnasyni bárust varðveittust mörg hver óbreytt og
liafa nú verið gefin út í upprunalegri mynd eða því sem næst.48
Rannsókn hefur ekki enn verið gerð á þeim breytingum sem
Jón Árnason gerði á handritum er honum bárust, en Árni
Böðvarsson dósent sem er gagnkunnugur þessum handritum
segir mér að engin tormerki séu á að slík samanburðarrannsókn
sé unnin og sjálfur hefur hann lítið eitt birt urn rannsóknir á
handritum þjóðsagnanna, enda þótt á öðrum vettvangi sé.49
Hér blasa því við heillandi rannsóknarefni fyrir vísindamenn
í þjóðfræði, textafræði og skyldum greinum.
Endurútgáfa þeirra Árna Böðvarssonar og Bjarna Vilhjálms-
sonar á íslenskum þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar
sem Bókaútgáfan Þjóðsaga stóð að er eitt mesta afrek sem unn-
ið hefur verið í þjóðfræði liér á landi á þessari öld. Ber þar
margt til. Fyrst það, að útgefendur tóku frumhandrit sagnanna
til útgáfu og beindu þjóðfræðilegum viðfangsefnum þannig
aftur inn á þá strangvísindalegu braut sem mörkuð hafði verið
í öndverðu. Flokkun efnis er skýr og skilmerkileg, en skiptar
skoðanir geta lengi verið um flokkun og eins um hitt í hvaða
flokk á að skipa sögum sem geta talist til fleiri en eins flokks.
Yfirleitt virðast útgefendur hafa leyst þessi efni farsællega.
Allar skrár, bæði nafna- og atriðisorða, eru með ágætum í þess-
ari útgáfu, sem fyrir þá sök er mjög handhæg til hvers kyns
nota. Þá eru einnig miklar upplýsingar um heimildamenn og
sagnamenn. Hefur verið lögð mikil vinna í að afla þeirra upp-
lýsinga og að sjálfsögðu ekki reynst unnt að fá tæmandi upp-
lýsingar í öllum tilvikum. Minnaskrá (motif index) auðveldar
mjög notkun verksins í alþjóðlegu samhengi svo og enskt lykil-
orðasafn sem fylgir. Er þessi útgáfa lifandi vitnisburður um
það sem best hefur verið gert í þjóðsagnaútgáfum hér á landi
og sígild fyrirmynd um hvernig að slíkum útgáfum skuli staðið.