Skírnir - 01.01.1982, Page 135
SKÍRNIR ÞJÓÐFRÆÐI OG BOKMENNTIR 133
bætir því við, að víða hafi orðið að endursegja til að læsilegt
yiði og segir síðan: „En allsstaðar reyndi ég að halda efni frá-
sagnanna óbrengluðu, nema hvað á einstaka stað er sleppt
óþarfa útúrdúrum."54 Hér gerir Magnús Gestsson grein fyrir
vinnubrögðum sínum, sem að vísu torvelda fræðimönnum að
einhverju leyti að rannsaka safn lians nánar. En fróðlegt væri
að vita hvar segulböndin sem hann notaði við söfnunina eru
niðurkomin. Þau hafa sjálfstætt rannsóknargildi.
Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar hefur nýlega komið
út í tveimur bindum.55 Gísli var fæddur 1787 og lést 1877.
Handritið að því sem hér birtist mun ritað laust fyrir miðja
síðustu öld, en hefur verið geymt í Landsbókasafni frá því fyrir
síðustu aldamót. Torfi Jónsson hefur annast þessa útgáfu og
virðist hafa farið mjög trúlega með texta þeirra handrita sem
hér koma á prent. í fyrra bindinu, sem er kallað Þjóðsögur, er
einkum almennur sagnafróðleikur, en sagnir af einstaklingum
í hinu síðara, sem kallað er Sagnaþœttir I.
Ástæða hefði verið til að gera meira fyrir þessa útgáfu en
hér er gert úr því að henni var hrundið af stokkunum. Formáli
Torfa Jónssonar er almenns eðlis en segir næsta lítið um Gísla
Konráðsson og vinnubrögð hans. í formála ritsins hefði einnig
verið fróðlegt að fá að vita hvers vegna Syrpa Gísla hefur legið
svo lengi óbirt og m. a. hvers vegna Jón Árnason tók ekki meira
úr henni til birtingar en raun ber vitni.56 Eins hefði verið fróð-
legt að sjá hvað hefur birst úr henni áður og hvar. Hér er að-
eins getið um þann hluta sem Finnur Sigmundsson gaf út.57
Efni Syrpu er ekki skipað niður í flokka, heldur haldið
þeirri skiptingu sem fyrir var í handritinu. Nafnaskrá er engin
og engar sérstakar skýringar fylgja. Ber útgáfan öll merki þess
að þeir sem að henni stóðu hafi litið á Syrpu Gísla sem bók-
menntir sem þyldu að koma umbúðalaust fyrir augu lesenda.
Þeim hefur hins vegar yfirsést að hér er nær eingöngu um þjóð-
fræði að ræða sem skipar sinn eigin sess á þjóðfræðivettvangi
síðustu aldar. Gísli Konráðsson hefði verðskuldað að verk hans
birtist í fræðilegri og upplýsandi umgjörð, þegar það loksins
kom fyrir almenningssjónir.
Hitt er annað mál, að þó æskilegt hefði verið að fá ítarlega