Skírnir - 01.01.1982, Page 145
SKÍRNIR TRÚARHUGMYNDIR MATTHIASAR 143
Sé blaðað í ritgerðasafni Channings, Unitarian Christianity
and, other Essays, kemur fljótt í ljós að sá kristindómur sem þar
er boðaður er um margt ólíkur þeim trúarskoðunum sem birtast
í Hallgrímskveri og Vídalínspostillu. Channing byggir trú sína
fyrst og fremst á Nýja testamentinu og telur Gamla testamentið
einungis eiga heima á bernskuskeiði mannkynsins. Hann leggur
áherslu á einingu guðs eða eins og hann segir „that there is one
God and one only“ og er nafn únitara dregið af þessari kenn-
ingu.c Únitarar felldu sig ekki við þrenningarkenningu hins
hefðbundna kristindóms sem gerir ráð fyrir þrem persónum
guðdómsins, föður, syni og heilögum anda.
Að mati únitara er Kristur einn eins og guð er einn. Með
þessu vildu þeir vega að þeirri skoðun rétttrúnaðarins að Kristur
hefði tvíþætt eðli, mannlegt og guðlegt. Af kenningu únitara
um einn guð leiddi það að Kristur var ekki guð, en hann gat
verið guðsson í þeim skilningi að allir menn eru guðs ættar og
hann var fremstur allra manna. Únitarar höfðu einnig sérstakar
skoðanir á meðalgöngu Krists. Mikinn ímugust höfðu þeir á
þeirri hugsun að dauði Krists væri til þess fallinn að blíðka
guð, stuðla að því að guð sýndi syndaranum miskunn, og einnig
þeirri kenningu að vegna synda mannsins biði hans eilíf glötun.7
í Söguköflum (bls. 260) segir Matthías um Channing: „Hann
hratt fyrst og fremst hinum þröngsýnu og grimmu trúarkenning-
um Kalvínista — þeirra „seven thorny points“, er hann kallaði.
í annan stað hafnaði Channing þrenningarlærdómi kirkjunnar,
sérstaklega guðdómi Jesú Krists, eins og hann var kenndur, og
þá byrjaði hin jákvæða aðalkenning hans. Jesúm Krist skoðaði
hann eins og hinn æðsta og helgasta „guðs son“, er fæðzt hefði á
jörðunni, eða eins og Páll postuli kallaði hann: frumburð og
fyrirmynd vor mannanna, höfði hærri en aðra, en þó sameðlis-
legan oss, enda hefði lyft — eða ætti að lyfta — oss á æðra stig,
því að hinn sami guðdómsneisti væri öllum mönnum gefinn af
skaparanum.“8
í bréfi til séra Jóns Bjarnasonar 1876 hefur Matthías þetta að
segja um Channing og þrenningarlærdóminn: „Af öllum libera-
listum í trúarefnum, sem ég þekki, kemst þó enginn nálægt hin-