Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 151
SKÍRNIR TRÚARHUGMYNDIR MATTHÍASAR 149
Þessi dæmi verða að nægja um hinn almenna trúarlega grunn-
tón í Ljóðmælum Matthíasar, en auðvelt væri að tína til fleiri,
einkum úr erfiljóðunum.
Áður en skilið er við þennan þátt til fulls ber að minna á það
sem áður er getið að efasemdir og kvíði hrjáði skáldið lengst af.
Svo virðist sem þær nýju trúarhugmyndir, sem hann aðhylltist,
hafi ekki getað læknað efann að fullu.17 í Ljóðmælum verður ef-
ans vart en hann er jafnan á flótta undan trúnni. Þó að efasemd-
ir sæki á stundum ná þær aldrei yfirhöndinni. í erfiljóði um
Ingveldi Ólafsdóttur, aðra eiginkonu Matthíasar, kemur glöggt
fram barátta skáldsins við efann, en greinilegt er að hann yrkir
í sig kjark: (bls. 276)
Ég trúi’á guð, þó titri hjartað veika
og tárin blindi augna minna ljós;
ég trúi, þó mér trúin finnist reika
og titra líkt og stormi slegin rós; —
ég trúi, því að alt er annars farið
og ekkert, sem er mitt, er lengur til,
og lífið sjálft er orðið eins og skarið,
svo ég sé varla handa minna skil.
Skáldið finnur að trúin er það haldreipi sem hann má ekki
missa. Þó að hann sé stundum reikull í trúnni sér hann þó að
allt er farið missi hann hana.
í erfiljóðinu um Ingunni Elínu Jónsdóttur (bls. 302) er Matt-
hías enn ákveðnari í baráttu sinni gegn efasemdunum enda virð-
ist broddur efans ekki vera eins sár þar og er hann yrkir eftir
Ingveldi:
Á burt með kvíðann, efasjúka önd,
þú ert og verður kyr í drottins hönd!
Þú veizt, að eptir vetrar stranga hríð
fer vor í hönd með sólar-blíðu tíð.
Hverjar eru guðshugmyndir Matthíasar og hvemig birtast
þær í kvæðum hans? í Ljóðmælum nefnir hann að vísu allar
persónur guðdómsins, en Matthías tilbiður föðurinn einan.18
í hans hugarheimi er guð einn, alfaðir allra manna. í Þingvalla-