Skírnir - 01.01.1982, Page 155
SKÍRNIR TRÚARHUGMYNDIR MATTHIASAR 153
gefur þér nú gaml’árs-kvöld
guð ið þúsundasta.
(íslands vísur, bls. 6)
Og í Lofsöngnum (bls. 12) er guð „vor leiðtogi í daganna
þraut“ sem leiðir íslensku þjóðina í blíðu og stríðu.
Hvernig birtist í Ljóðmælum afstaða Mattliíasar til fram-
haldslífsins? í Söguköflum greinir frá því að Matthías átti sínar
efasemdastundir varðandi ódauðleikann þó að vissan um fram-
haldslífið hafi oftar verið ofan á, en í Ljóðmælum kernur frarn
sterk trú á annað líf og er þar ekki annað að finna en örugga
vissu hvað þetta atriði snertir. Dauðann hræðist Matthías ekki
og veldur því hin bjargfasta vissa hans um annað og betra líf.
En dauðinn er engu að síður alvarlegur í augum skáldsins því
að hann er tími uppgjörs og reikningsskila. Það vekur athygli
við lestur Ljóðmæla að Matthías yrkir um fimm af mikil-
mennum íslandssögunnar, Jón Arason (bls. 79), Hallgrím Péturs-
son (bls. 82), Guðbrand Þorláksson (bls. 85), Eggert Ólafsson
(bls. 87) og Snorra Sturluson (bls. 111), og lætur liann alla þessa
menn líta rétt fyrir andlátið yfir lif sitt og skoða sigra sína og
ósigra eða hann heimsækir þá þar sem þeir heyja sitt hinsta stríð.
Dauðinn verður sá sjónarhóll sem skáldið stígur á til að líta til
allra átta.
Óvíða er hægt að finna fegurri líkingu um lífið og dauðann
en þessi óbrotnu erindi Matthíasar:
Dauðinn er lækur, en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á.
Dauðinn er hafsjór, en holdið er strá;
en sálin er sundlétt og sökkva ei má.
(Börnin frá Hvammskoti, bls. 287)
Afstaða skáldsins til dauðans kemur skýrt fram í þessum ljóð-
línum:
Fram, fram úr fornri döf!
Fram, fram mót dauða og gröf!
Því hvar er heljar vigur?
og hvar er dauðans sigur?
(Þjóðhátíðarsálmur, bls. 26)