Skírnir - 01.01.1982, Page 156
SKÍRNIR
154 SIGURÐUR BJARNASON
En Matthías dvelur ekki við dauðann. Hann er skáldinu ekki
hugleikið íhugunarefni. Jafnvel í erfiljóðunum er það ekki
dauðinn sem slíkur er vekur athygli skáldsins. Þar bendir Matt-
hías á kosti manna og mælir huggunarorð til eftirlifandi ástvina.
Hugur skáldsins nemur ekki staðar við dauðann heldur hraðar
hann sér áfram, til annars lífs. Við það efni dvelur hann títt.
Það er honum hugleikið. Jarðvistarlífið er harmanna heimur, en
í öðru lífi er gengið inn í sælunnar rann og þá er sálin komin
heim:
í guðs nafni heim kominn! — Hvíl þig nú, önd,
í honum, er sigurinn gefur.
(Við útför Jóns Sigurðssonar og konu hans, bls. 68)
O hverf þú, barn, frá heimsins köldu strönd,
og horfðu beint á morgunroðans lönd.
(Til frú Guðlaugar Aradóttur, bls. 90)
Ó, lát það flýja frost og hjarn
og fara guði á vald.
(Eptir bam, bls. 259)
Það undurljós með augum þín
gat ekki slokknað — nei!
í æðra heimi enn það skín;
þar á ég festar-mey.
(Elín Sigríður, bls. 266)
Matthías telur hins vegar að líkaminn hvíli í mold og bíði þar
upprisunnar við dóm efsta dags þegar Kristur kallar við hinn
síðasta lúðurhljóm:
Þú veizt að baki lífsins horfinn leik,
in ljúfu blóm í dupti hvila bleik.
(Til frvi Guðlaugar Aradóttur, bls. 90)
aldrei sagði sjóli hæða:
„sálin verði dupt sem hold!“
(Lífshvöt, bls. 342)
Opt vaktir þú mig forðum, er sólin gylti grund,
svo guð mun barn þitt vekja á sinnar dýrðar
stund
(Ole Theodor Schulesen, bls, 272)