Skírnir - 01.01.1982, Page 157
SKÍRNIR
TRÚARHUGMYNDIR MATTHÍASAR
155
„Ungi maður, upprís þúl“ —
Þegar tregar tímans þverra,
talar lífsins guð og herra:
:,:„Ungi maður, upprís þúl“:,:
(Hálfdán Helgason, bls. 309)
Og þegar dunar dómsins tíð
og drottinn Jesús birtist lýð
í makt og miklu veldi,
blíður, þýður
lífs til hallar Kristur kallar
kæran svanna
inn á landið lifandi manna.
(Þórunn Nataníelsdóttir, bls. 280)
Matthías veitir ekki „lærdóminum ljóta“ mikið rúm í kvæð-
um sínum. Hann er skáld lífsins en ekki dauðans, og afstaða hans
til helvítiskenningarinnar birtist í Ljóðmælunum fremur með
þögninni en mælskunni. Hugur Matthíasar í þessu efni sést vel
í þessum Ijóðlínum:
En þótt þú standir ein á auðri strönd,
er ávalt hjá þér drottins náðar-hönd.
Já, alt í kring og inst í sálu þér;
— og engu týnir guð úr hendi sér.
(Til frú Guðlaugar Aradóttur, bls. 90)
í einu þýddu kvæði er helvítiskenningin tekin til umfjöllunar,
svo og Kalvínstrú, og kemur þar óefað fram afstaða Matthíasar:
O, voðasynd, að hugsa heipt
og hatursbál sé guði hjá,
og guð þeim heimi geti steypt,
er gæzkan leiddi myrkri frá!
Á báli kvelja bömin sín
lát Baal, Móloch, Astarot;
um eilífð — eilífð aldrei dvín
þín elska, drottinn Sebaot.
ÍKalvinismus, bls. 365)