Skírnir - 01.01.1982, Page 158
156
SIGURÐUR BJARNASON
SKÍRNIR
í guðfræði Ljóðmæla er Kristur ekki eingetinn guðs sonur.
Hann er fyrst og fremst sonur Maríu og því afklæddur öllum
guðdómi:
Og Blindni og Hatur héldu ráð —
Herrann ræður einn —
þá grét í böndum guðleg Náð. —
O, geym vor Maríu-sveinn. (bls. 159)
Engu að síður er líferni Jesú Krists vert eftirbreytni og þess
vegna vill Matthías deila með honum kjörum og líkjast honum
í öllu. Hann finnur að líf sitt þolir engan samjöfnuð við líf
Krists.
Ég vil með þér, Jesús, fæðast,
ég vil þiggja líf og sátt;
ég vil feginn fátækt klæðast,
frelsari minn, og eiga bágt.
Ég vil með þér, Jesús, fræðast,
ég er bam og kann svo fátt.
(Jólasálmur, bls. 227)
Niðurstöður þessarar athugunar á trúarskoðunum Matthíasar
Jochumssonar eru þær að hann hafi að mjög verulegu marki
vikið frá rétttrúnaðarstefnu síns tíma. Hann varð fyrstur ís-
lenskra presta (e. t. v. ásamt sr. Páli Sigurðssyni í Gaulverjabæ,
d. 1887) til að gagnrýna kenningar lútersku kirkjunnar á skeiði
sem annars einkenndist af „óbifanlegri fastheldni við fyrirmæli
kirkjunnar um guðsdýrkun og kristnihald bæði í kirkjum og
heimahúsum“.19 Frávik lrans var einkum fólgið í afstöðu til
kenningarinnar um þríeinan guð, guðdóm Krists og eilífa útskúf-
un, en það var einkum sú síðast talda sem hann gagnrýndi opin-
berlega.
Frávik frá rétttrúnaði birtist í öllum þessum greinum í Ljóð-
mœlum 1884, bæði í því sem sagt er og jafnvel í því sem ósagt er
látið. Engri kenningu rétttrúnaðarins var Matthías jafn frábit-
inn sem eilífri útskúfun en um hana er lítið rætt í Ljóðmælum.
Hin heilaga vandlætingasemi vegna drottins sem er að finna í
Vídalínspostillu og sár iðrun og samviskubit syndarans, hefnd
guðs og reiði og helvítiskvalir iðrunarlausra sem víða er að finna